Ísland sótti gull í greipar frænda okkar í Færeyjum Hjörvar Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 06:30 Fanndís Friðriksdóttir innsiglaði sigurinn í Þórshöfn í gær. Vísir/Getty Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Leikmenn og forráðamenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gerðu skýra kröfu um að tryggja sér sex stig úr leikjum sínum gegn Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019. Ísland lagði Slóveníu að velli á föstudaginn var og íslenska liðið bjó svo um hnútana að markmiðið um stigin sex næðist með öruggum 5-0 sigri á Færeyjum í gærkvöldi. Ísland er nú tveimur stigum á eftir Þýskalandi sem trónar á toppi riðilsins, en íslenska liðið á leik til góða á Þjóðverja. Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvelli 11. júní næstkomandi og takist íslenska liðinu að fara með sigur af hólmi í þeim leik verður liðið með eins stigs forskot á Þýskaland þegar liðin mætast í toppslag riðilsins í september næsta haust. Það voru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í gær. Gunnhildur Yrsa er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fjögur mörk. Rakel Hönnudóttir skoraði líkt og Gunnhildur Yrsa í báðum leikjunum í þessum legg í undankeppninni. Þá skoraði Harpa sitt fyrsta landsliðsmark síðan í lokakeppni EM 2017 og Agla María fyrsta mark sitt fyrir íslenska landsliðið.Allt gengur samkvæmt áætlun „Við erum bara kampakát með þessa niðurstöðu og það er mikill léttir að hafa landað þessum tveimur sigrum gegn Slóveníu og síðan Færeyjum. Þetta var þolinmæðisverk og Færeyjar létu okkur hafa fyrir þessum sigri. Það er hins vegar jákvætt að skora fimm góð mörk og halda markinu hreinu,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, brattur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn í gærkvöldi. „Við skerptum á okkar áherslum í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri en sá fyrri. Þar fórum við eftir þeirri uppskrift sem lögð var upp fyrir leikinn og vorum árásargjarnari í sóknaraðgerðum okkar. Það er jákvætt að Harpa hafi fundið netmöskvana og það er gaman að sjá í hversu góðu formi Gunnhildur Yrsa er. Annars var þetta liðssigur og margar sem spiluðu vel að þessu sinni,“ sagði Freyr um frammistöðu íslenska liðsins. „Það er frábært að vera búin með útileikina okkar í þessari undankeppni og að vera í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Við erum einmitt í þeirri stöðu sem við ætluðum okkur fyrir heimaleikina þrjá sem fram undan eru. Nú er eitt ljón í veginum, það er Slóvenía á heimavelli í júní, en sigur í þeim leik tryggir toppslag gegn Þýskalandi næst haust,“ sagði Freyr um framhaldið hjá íslenska liðinu.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn