Óljóst er hvað olli slysinu en rannsókn er þegar hafin að sögn varnarmálaráðuneytis Alsír. Ráðuneytið hefur ekki gefið út hversu margir létust en vottað aðstandendum þeirra samúð sína.
Flestir þeirra sem létust voru hermenn og ættingjar þeirra auk þess sem tíu áhafnarmeðlimir létu einnig lífið.
Vélin var á leið til herstöðvarinnar Béchar í suðvesturhluta Alsír þegar hún brotlenti. Átti vélin að millilenda í Tindouf í vesturhluta landsins en þar dvelja margir flóttamenn sem hafa komið frá Vestur-Sahara, svæði sem deilt hefur áratugi, en Marokkó hefur innlimað svæðið.
Á meðal þeirra sem létust eru 26 meðlimir Polisario Front, uppreisnarhreyfingar sem barist hefur fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara frá Marokkó, en alsírsk yfirvöld hafa stutt hreyfinguna.