Sama myndin vekur mismunandi viðbrögð Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 08:00 Rakel var að hengja myndirnar upp þegar Fréttablaðið leit inn í Norr11 þar sem sýningin verður. Vísir/eyþór „Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira