Vötnin að opna eitt af öðru Karl Lúðvíksson skrifar 13. apríl 2018 11:43 Nú fara vötnin að opna hvert af öðru. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Nú styttist í að vatnaveiðin fari í fullann gang og styttist í að vötnin fari að opna eitt af öðru en sum eru þó þegar opin fyrir veiðimönnum. Vífilstaðavatn opnar sem fyrr 1. apríl sem og Hraunsfjörður en lítið er að frétta úr þessum tveimur vötnum en Vífilstaðavatn hefur verið frekar dapurt síðustu ár. Hraunsfjörðurinn er skemmtilegt svæði og þrátt fyrir kulda síðustu daga er fiskur að sýna sig í vatninu en eins og þeir sem þekkja vatnið vita er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Það eru samt líka vötn eins og Baulárvatn, Sauðlauksdalsvatn og Gíslholtsvatn bara svo nokkur séu nefnd sem má veiða um leið og ísa leysir. Elliðavatn opnar síðan á sumardaginn fyrsta og er það eiginlega fyrri stóra vatnaopnunin fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu. Hin stóra opnunin er Þingvallavatn. Það sem veiðimenn eru sérstaklega að sækjast eftir svona fyrst á tímabilinu er að setja í stóru urriðana en þeir veiðast best fyrst á tímabilinu og fram í júní. Þau svæði þar sem urriðinn heldur sig mikið við eins og ION svæðið svokallaða, Kárastaðir, Villingavatnsárós og Svörtuklettar eru mjög vinsæl og einhver þegar orðin uppseld. Bleikjan fer síðan að veiðast um miðjan maí en það fer að vísu mikið eftir veðri. Þeir sem þekkja vatnið segja að hún fari að ganga upp á grynnra vatn á svipuðum tíma og fyrsta brumið kemur á trén. Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði
Nú styttist í að vatnaveiðin fari í fullann gang og styttist í að vötnin fari að opna eitt af öðru en sum eru þó þegar opin fyrir veiðimönnum. Vífilstaðavatn opnar sem fyrr 1. apríl sem og Hraunsfjörður en lítið er að frétta úr þessum tveimur vötnum en Vífilstaðavatn hefur verið frekar dapurt síðustu ár. Hraunsfjörðurinn er skemmtilegt svæði og þrátt fyrir kulda síðustu daga er fiskur að sýna sig í vatninu en eins og þeir sem þekkja vatnið vita er þetta sýnd veiði en ekki gefin. Það eru samt líka vötn eins og Baulárvatn, Sauðlauksdalsvatn og Gíslholtsvatn bara svo nokkur séu nefnd sem má veiða um leið og ísa leysir. Elliðavatn opnar síðan á sumardaginn fyrsta og er það eiginlega fyrri stóra vatnaopnunin fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu. Hin stóra opnunin er Þingvallavatn. Það sem veiðimenn eru sérstaklega að sækjast eftir svona fyrst á tímabilinu er að setja í stóru urriðana en þeir veiðast best fyrst á tímabilinu og fram í júní. Þau svæði þar sem urriðinn heldur sig mikið við eins og ION svæðið svokallaða, Kárastaðir, Villingavatnsárós og Svörtuklettar eru mjög vinsæl og einhver þegar orðin uppseld. Bleikjan fer síðan að veiðast um miðjan maí en það fer að vísu mikið eftir veðri. Þeir sem þekkja vatnið segja að hún fari að ganga upp á grynnra vatn á svipuðum tíma og fyrsta brumið kemur á trén.
Mest lesið Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði