Marcus Walker klárar úrslitakeppnina með KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2018 08:00 Walker í bikarleiknum gegn Blikum í vetur. Þá minnti hann alla á hversu góður hann er. vísir/eyþór Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Sjá meira