Arctic og Bergmál á kvikmyndahátíðinni í Cannes Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2018 16:15 Mads Mikkelsen í Arctic. © HELEN SLOAN Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. Arctic er kvikmynd sem stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í og er um mann sem þarf að bjarga sér og lifa af á heimskautaslóðum, eftir að flugvél hans brotlendir. María Thelma Smáradóttir leikur hlutverk í myndinni. Arctic er öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum. Tómas Tómasson var kvikmyndatökumaður, Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Ragna Fossberg sá um förðun og Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd. Mun myndin verða sýnd í flokknum Official selection 2018 Midnight section.Fyrsta íslenska myndin Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Bergmál er kvikmynd sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir og hefur verið valin inn á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Þrisvar áður hefur Rúnar verið valin með myndir til keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rúnar byrjaði að láta í sér kveða innan kvikmyndaheimsins þegar stuttmyndin Síðasti Bærinn var tilnefnd til Óskarverðlauna 2006. Síðan þá hafa myndir eftir hann hlotið yfir eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Myndin er framleidd af Nimbus Ísland, Pegasus, Nimbus Films og Halibut. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndirnar Arctic og Bergmál hafa verið valdar til þátttöku á kvikmyndahátíðina í Cannes. Arctic er kvikmynd sem stórleikarinn Mads Mikkelsen leikur aðalhlutverkið í og er um mann sem þarf að bjarga sér og lifa af á heimskautaslóðum, eftir að flugvél hans brotlendir. María Thelma Smáradóttir leikur hlutverk í myndinni. Arctic er öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum. Tómas Tómasson var kvikmyndatökumaður, Margrét Einarsdóttir sá um búninga, Ragna Fossberg sá um förðun og Atli Geir Grétarsson og Gunnar Pálsson gerðu leikmynd. Mun myndin verða sýnd í flokknum Official selection 2018 Midnight section.Fyrsta íslenska myndin Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni. Bergmál er kvikmynd sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir og hefur verið valin inn á l´Atelier, sem er partur af aðalhluta Cannes kvikmyndahátíðarinnar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd tekur þátt í þessum hluta hátíðarinnar. Þrisvar áður hefur Rúnar verið valin með myndir til keppni á Cannes kvikmyndahátíðinni. Rúnar byrjaði að láta í sér kveða innan kvikmyndaheimsins þegar stuttmyndin Síðasti Bærinn var tilnefnd til Óskarverðlauna 2006. Síðan þá hafa myndir eftir hann hlotið yfir eitthundrað alþjóðleg kvikmyndaverðlaun og verið sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Myndin er framleidd af Nimbus Ísland, Pegasus, Nimbus Films og Halibut.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira