Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Benedikt Bóas skrifar 14. apríl 2018 09:15 Vísir Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira