Sjá einnig: Íslandsferð varúlfsins „ótrúlegasta ævintýri lífsins“
Manganiello, sem heimsótti Ísland í fyrra eins og frægt er orðið, hafði meðferðis ljósmyndir sem teknar voru af dvölinni. Jimmy Fallon, stjórnandi þáttarins, var agndofa yfir myndunum „Varstu á Mars? Er þetta húsið hans Elons Musks?“ spurði Fallon þegar leikarinn geðþekki sýndi honum mynd af sér að hjóla í mosagrónu hrauni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manganiello ræðir Íslandsferðina en stuttu eftir heimkomu í fyrra lýsti hann henni sem „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Hann virtist enn á sama máli í settinu hjá Fallon.
„Ég varð í raun sex dögum utandyra,“ sagði Manganielloum ferðina. „Við sváfum í hellum. Ef þú þurftir að fara á klósettið klukkan fjögur að morgni þá varðstu að þramma í gegnum blindbyl og út í dal til að ljúka þér af.“
Þá ræddi hann líka kjakasiglingu við rætur „stærsta jökuls í Evrópu,“ og ísklifur inni í téðum jökli, sem hann lýsti sem háskaleik. Fallon þótti greinilega mikið til koma og sagði slíka ferð myndu breyta lífi sínu til frambúðar.
Viðtal Fallon við Manganiello má sjá í spilaranum hér að neðan.