Hanna Rún bjó til bleika glimmerbindi Bergþórs Benedikt Bóas skrifar 17. apríl 2018 06:00 Hanna Rún og Bergþór Pálsson voru glæsileg á sunndag. Atli Björgvinsson Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti. Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Fatnaður þeirra Hönnu Rúnar Bazev Óladóttur og Bergþórs Pálssonar í síðasta þætti Allir geta dansað sló í gegn svo eftir var tekið. Hanna var í sérsaumuðum svörtum kjól sem virtist minnka eftir því sem leið á dansinn. Fatnaður Bergþórs, þó aðallega bleikt glimmerbindi, vakti mesta athygli og jafnvel Selma Björnsdóttir, einn af dómurum þáttarins, sagðist vilja eignast bindið. Þá voru fjölmörg ummæli látin falla um glimmerbindið á samfélagsmiðlum. „Það voru margir að tala um þetta blessaða bindi og ég var ánægð að heyra það. Það eru ekki allir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fallegt Bergþóri vel,“ segir Hanna sem var nýbúin að klára hátt í fjögurra tíma æfingu fyrir næsta þátt.„Mér finnst búningar skipta máli og ég legg mikið upp úr þeim. Þegar við dönsuðum Cha cha cha þá steinaði ég vesti sem Bergþór var í og gerði skó í stíl. Við dönsuðum Tangó í síðasta þætti þar sem venjan er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera aðeins öðruvísi með þessum bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rósirnar sem ég var með á öxlinni. Hún ætlaði að hafa þær úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þær og steinaði þær. Þá vantaði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég steinaði.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún lætur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði saumað brúðarkjól fyrir vinkonu sína og varið 300 klukkustundum í þá vinnu. Þá hefur hún saumað kjóla á sig sem hún hefur keppt í. Hún var þó aðeins skemur að föndra bindið því hún segir það aðeins hafa tekið sig eina kvöldstund. Hún viðurkennir að hún hafi gleymt að telja steinana sem fóru í bindið en þeir voru þó nokkrir. Allir handlímdir, hver einn og einasti.
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Tengdar fréttir Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00 Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00 Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Sjáðu Jón Arnar dansa vals við Hrefnu með slitinn kálfa Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 15:00
Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi. 16. apríl 2018 11:00