Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Víða um heim, þar á meðal á Filippseyjum, er hernaðaríhlutun vestrænna ríkja í Sýrlandi mótmælt. Vísir/Epa Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Sýrland Efnavopnastofnunin, sem vinnur að banni á efnavopnum, fær heimild til þess að skoða í dag svæðið nærri Douma í Sýrlandi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt fyrr í mánuðinum. Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, á laugardaginn, en hafa hingað til ekki haft heimild til þess að skoða umrætt svæði. Þau segja að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld hafi bannað það vegna öryggissjónarmiða. Aðgerðasinnar úr röðum stjórnarandstöðunnar, læknasamtök og björgunarsveitamenn segja að fleiri en 40 manns hafi farist þegar flugvél varpaði tunnusprengju með eiturefnum á bæinn þegar uppreisnarmenn höfðu bæinn á valdi sínu. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar segja að opinber gögn og upplýsingar frá leyniþjónustum þeirra bendi til að klór og hugsanlega taugagas hafi verið notað í árásunum. Flugherir þessara ríkja gerðu á laugardaginn loftárásir á þrjú skotmörk sem sögð eru tengjast efnavopnaframleiðslu Sýrlandsstjórnar. Stofnunin segir að rússnesk og sýrlensk stjórnvöld fullyrði að af öryggisástæðum sé ekki hægt að hleypa samtökunum inn á svæðið þar sem efnavopnaárásirnar eru sagðar hafa verið gerðar. Sýrlensk stjórnvöld hafi í staðinn boðið rannsakendum að taka viðtal við 22 manneskjur sem þau segja að hafi verið á staðnum þegar meint árás á að hafa verið gerð. Sýrlensk stjórnvöld hafi boðist til þess að flytja fólkið til Damaskus þannig að hægt sé að ræða við það.Í dag eru ellefu dagar frá því að árásin var gerð. Ef rannsakendur komast til Douma í dag er búist við að þeir safni jarðefni og öðrum sýnum til að bera kennsl á efni sem kunna að hafa verið notuð við árásina. Utanríkisráðuneyti Frakklands sagði í yfirlýsingu í gær að það væri mjög líklegt að verið væri að eyðileggja sönnunargögn á svæðinu. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, harðneitar því að Rússar taki þátt í slíku athæfi. „Ég get fullyrt að Rússar hafa ekki spillt neinu á þessu svæði,“ sagði Lavrov við fréttastöðina BBC. Hann sagði að ásakanir um efnavopnaárásir væru byggðar á fullyrðingum fjölmiðla og fullyrðingum á samfélagsmiðlum. Árásin hefði verið sett á svið. Sýrlensk yfirvöld neita því að þau hafi nokkurn tímann notað efnavopn. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og samtakanna hafa hins vegar lýst fjórum tilfellum þar sem efnavopnaárásir hafi verið gerðar í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05