Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. apríl 2018 17:30 Verðlaunahafarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir ásamt borgarstjóra, Brynhildi Björnsdóttur formanni dómnefndar og Maríu Rán og Hjörleifi Hjartsyni sem tóku við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring. VISIR/Aðsend Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í Höfða í dag. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina á íslensku, bestu þýðingu á barna- og unglingabók og bestu myndskreytingu á barna- og unglingabók. Kristín Helga Gunnarsdóttir skáldkona fékk verðlaunin í flokki frumsaminna barnabóka fyrir bók sína Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels. Í umsögn dómnefndar segir: „Í liprum og raunverulegum lýsingum er fjallað um baráttu fólks til að lifa venjulegu lífi í hringiðu hrikalegra stríðsátaka. Á sama tíma er fjallað af nærfærni um viðkvæmar tilfinningar unglinga og ungs fólks, samskipti og samskiptavanda. Það getur verið erfitt að aðlagast og sættast við framandi samfélag og víða hamla fordómar og vanþekking eðlilegum samskiptum.“ Magnea J. Matthíasdóttir fékk Barnabókaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eftir Elenu Favilli og Francescu Cavallo. Verðlaun fyrir bestu myndskreytingu komu í hlut Ránar Flygenring fyrir teikningar í bókinni Fuglar eftir þau Hjörleif Hjartarson. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Björnsdóttur, formanni, Jónu Björgu Sætran borgarfulltrúa, Gunnari Birni Melsted grunnskólakennara, Davíð Stefánssyni, fyrir Rithöfundasamband Íslands, og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna. Tilkynnt var við athöfnina í dag að frá næsta ári verði veitt sérstök verðlaun, í nafni Guðrúnar Helgadóttur, fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Verðlaunin munu nema einni milljón króna. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verið veitt óslitið frá árinu 1973 og eru elstu fagverðlaun fyrir barnabókmenntir á landinu Menning Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Sé Ishmael á hverju götuhorni Kristín Helga Gunnarsdóttir mun ræða við Evu Maríu Jónsdóttur í bókakaffi Gerðubergs annað kvöld í tilefni tíu ára afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. 30. janúar 2018 10:45 Manneskjan þráir aðeins frið Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í Höfða í dag. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina á íslensku, bestu þýðingu á barna- og unglingabók og bestu myndskreytingu á barna- og unglingabók. Kristín Helga Gunnarsdóttir skáldkona fékk verðlaunin í flokki frumsaminna barnabóka fyrir bók sína Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels. Í umsögn dómnefndar segir: „Í liprum og raunverulegum lýsingum er fjallað um baráttu fólks til að lifa venjulegu lífi í hringiðu hrikalegra stríðsátaka. Á sama tíma er fjallað af nærfærni um viðkvæmar tilfinningar unglinga og ungs fólks, samskipti og samskiptavanda. Það getur verið erfitt að aðlagast og sættast við framandi samfélag og víða hamla fordómar og vanþekking eðlilegum samskiptum.“ Magnea J. Matthíasdóttir fékk Barnabókaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eftir Elenu Favilli og Francescu Cavallo. Verðlaun fyrir bestu myndskreytingu komu í hlut Ránar Flygenring fyrir teikningar í bókinni Fuglar eftir þau Hjörleif Hjartarson. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Björnsdóttur, formanni, Jónu Björgu Sætran borgarfulltrúa, Gunnari Birni Melsted grunnskólakennara, Davíð Stefánssyni, fyrir Rithöfundasamband Íslands, og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna. Tilkynnt var við athöfnina í dag að frá næsta ári verði veitt sérstök verðlaun, í nafni Guðrúnar Helgadóttur, fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Verðlaunin munu nema einni milljón króna. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verið veitt óslitið frá árinu 1973 og eru elstu fagverðlaun fyrir barnabókmenntir á landinu
Menning Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Sé Ishmael á hverju götuhorni Kristín Helga Gunnarsdóttir mun ræða við Evu Maríu Jónsdóttur í bókakaffi Gerðubergs annað kvöld í tilefni tíu ára afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. 30. janúar 2018 10:45 Manneskjan þráir aðeins frið Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26
Sé Ishmael á hverju götuhorni Kristín Helga Gunnarsdóttir mun ræða við Evu Maríu Jónsdóttur í bókakaffi Gerðubergs annað kvöld í tilefni tíu ára afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. 30. janúar 2018 10:45
Manneskjan þráir aðeins frið Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. 30. nóvember 2017 11:45