Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Erdogan Tyrklandsforseti boðaði til kosninga í gær. Vísir/EPA Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira
Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Sjá meira
Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56