Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Erdogan Tyrklandsforseti boðaði til kosninga í gær. Vísir/EPA Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56