Facebook keypti hugmyndina að þáttunum af Norska ríkisútvarpinu, NRK, og verður bandaríska útgáfan sýnd gegn um streymisveitu Facebook, Facebook Watch. Julie Andem, skapari norsku þáttanna, fylgdi þáttunum áfram og er hluti af framleiðsluteyminu í Bandaríkjunum.
Fyrsta innleggið Facebook síðu þáttanna kom á þriðjudaginn síðastliðinn, viku áður en fyrsti þátturinn fer í loftið. Á síðunni er efni tengt þáttunum birt í litlum bútum.
Enn er margt á huldu varðandi efni þáttanna en eins og staðan er núna eru komin inn örfá myndbönd ásamt tenglum á instagram-reikninga fyrir persónur þáttanna. Eitt af einkennum norsku útgáfunnar var að hægt var að fylgjast vel með aðalpersónunum utan þáttanna, til dæmis gegn sms-samskipti og instagram-færslur. Ljóst er bandaríska útgáfan heldur í ýmis einkenni norsks forvera síns.
Þættirnir munu gerast í Bouldin High School og má sjá út frá síðu þáttarins að klappstýruhópurinn The Bouldin Kittens mun koma fyrir. Þegar hefur verið birtur instagram-reikning fyrir kettlingana auk myndbands þar sem stúlkurnar auglýsa inntökupróf.