Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2018 12:55 Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Vísir/Getty Sautján hafa fallið í átökum við Gaza-ströndina síðan á föstudag og yfir fjórtán hundruð eru særðir. Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytum Egyptalands og Jórdaníu er Ísraelsher sakaður um að beita árásum og ofbeldi gegn Palestínumönnum sem stundi friðsamleg mótmæli. Þá dragi átökin sem nú standa yfir úr líkunum á því að friðarumleitanir í langvarandi deilu Ísraela og Palestínumanna beri árangur, en Palestínumenn hafa boðað sex vikna mótmæli gegn landtökuhernaði Ísraela. Átökin við Gaza-ströndina hafa jafnframt valdið kergju milli Ísraela og Tyrkja en Tyyip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði í gær Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um hryðjuverk þegar hann gagnrýndi framgöngu Ísraelshers gagnvart palestínskum mótmælendum við Gaza. Ísraelar hafa vísað því á bug að dauðsföllin 17 megi rekja til ólögmætrar framgöngu Ísraelshers en Nethanyahu sagði á Twitter í gær að Ísraelsher muni ekki sitja undir ásökunum um slíkt af hálfu ríkja sem sjálf hafi svo árum skipti varpað sprengjum á eigin borgara, og vísaði hann þar til Tyrklands. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á óháða rannsókn á dauðsföllunum, sem rekja má til mestu átakanna sem voru á föstudag, en því hefur varnarmálaráðherra Ísraels hafnað. Egyptaland Ísrael Jórdanía Palestína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Sautján hafa fallið í átökum við Gaza-ströndina síðan á föstudag og yfir fjórtán hundruð eru særðir. Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytum Egyptalands og Jórdaníu er Ísraelsher sakaður um að beita árásum og ofbeldi gegn Palestínumönnum sem stundi friðsamleg mótmæli. Þá dragi átökin sem nú standa yfir úr líkunum á því að friðarumleitanir í langvarandi deilu Ísraela og Palestínumanna beri árangur, en Palestínumenn hafa boðað sex vikna mótmæli gegn landtökuhernaði Ísraela. Átökin við Gaza-ströndina hafa jafnframt valdið kergju milli Ísraela og Tyrkja en Tyyip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði í gær Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um hryðjuverk þegar hann gagnrýndi framgöngu Ísraelshers gagnvart palestínskum mótmælendum við Gaza. Ísraelar hafa vísað því á bug að dauðsföllin 17 megi rekja til ólögmætrar framgöngu Ísraelshers en Nethanyahu sagði á Twitter í gær að Ísraelsher muni ekki sitja undir ásökunum um slíkt af hálfu ríkja sem sjálf hafi svo árum skipti varpað sprengjum á eigin borgara, og vísaði hann þar til Tyrklands. Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á óháða rannsókn á dauðsföllunum, sem rekja má til mestu átakanna sem voru á föstudag, en því hefur varnarmálaráðherra Ísraels hafnað.
Egyptaland Ísrael Jórdanía Palestína Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira