Carlos yngsti forseti í sögu Kosta Ríka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Carlos Quesada sigri hrósandi eftir kosningarnar. Vísir/EPA Miðjumaðurinn Carlos Alvarado Quesada hafði betur gegn mótframbjóðanda sínum, Alvarado Muñoz, í forsetakosningunum í Kosta Ríka. Sigur Quesada þykir tryggja áframhaldandi áherslu á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum og réttindum þeirra. Quesada, sem er 38 ára gamall og fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hlaut 61 prósent greiddra atkvæða. Yfirburðir hans voru nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Quesada verður yngsti forseti í sögu Kosta Ríka þegar hann tekur við völdum í maí. Varaforseti hans verður Epsy Campbell en hún verður fyrsta afrískættaða konan til að gegna því embætti. „Mitt loforð er að stuðla að ríkisstjórn sem allir eiga hlut í, bæði hvað varðar jafnrétti og frelsi einstaklinga til að eiga farsæla framtíð,“ sagði Quesada í gær er þúsundir söfnuðust saman í San José til að hylla forsetann nýja. „Það er miklu fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að.“ Í kosningabaráttunni lagði Quesada mikla áherslu á réttindi samkynhneigðra og hefur heitið lagabreytingum sem heimila hjónabönd þeirra. Þessar áherslur Quesada höfðu betur gegn uppátækjum Muñoz sem viðurkenndi ósigur stuttu eftir að 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Muñoz hinn íhaldsami er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður en hann er einna þekktastur fyrir trúarlega tónlist sem hann hefur samið lengi vel. Kosningabarátta hans snerist að stórum hluta um að banna hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Muñoz sendi Quesada heillaóskir og lofaði því að aðstoða hann við leysa úr vandamálum landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kosta Ríka Mið-Ameríka Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Miðjumaðurinn Carlos Alvarado Quesada hafði betur gegn mótframbjóðanda sínum, Alvarado Muñoz, í forsetakosningunum í Kosta Ríka. Sigur Quesada þykir tryggja áframhaldandi áherslu á umburðarlyndi gagnvart innflytjendum og minnihlutahópum og réttindum þeirra. Quesada, sem er 38 ára gamall og fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hlaut 61 prósent greiddra atkvæða. Yfirburðir hans voru nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Quesada verður yngsti forseti í sögu Kosta Ríka þegar hann tekur við völdum í maí. Varaforseti hans verður Epsy Campbell en hún verður fyrsta afrískættaða konan til að gegna því embætti. „Mitt loforð er að stuðla að ríkisstjórn sem allir eiga hlut í, bæði hvað varðar jafnrétti og frelsi einstaklinga til að eiga farsæla framtíð,“ sagði Quesada í gær er þúsundir söfnuðust saman í San José til að hylla forsetann nýja. „Það er miklu fleira sem sameinar okkur en skilur okkur að.“ Í kosningabaráttunni lagði Quesada mikla áherslu á réttindi samkynhneigðra og hefur heitið lagabreytingum sem heimila hjónabönd þeirra. Þessar áherslur Quesada höfðu betur gegn uppátækjum Muñoz sem viðurkenndi ósigur stuttu eftir að 95 prósent atkvæða höfðu verið talin. Muñoz hinn íhaldsami er fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður en hann er einna þekktastur fyrir trúarlega tónlist sem hann hefur samið lengi vel. Kosningabarátta hans snerist að stórum hluta um að banna hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Muñoz sendi Quesada heillaóskir og lofaði því að aðstoða hann við leysa úr vandamálum landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosta Ríka Mið-Ameríka Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila