Fimm íslenskar bíómyndir eru nú í sýningum í kvikmyndahúsum á sama tíma. Í vikunni komu 9,205 gestir á Víti í Vestmannaeyjum og alls hafa því 19,234 séð hana eftir aðra sýningarhelgi.
Lói er í áttunda sæti eftir 9. sýningarhelgi en hún fékk 828 gesti í vikunni. Alls hafa 21,719 séð myndina hingað til.
Andið eðlilega er í 10. sæti eftir fjórðu sýningarhelgi. 532 sáu myndina í vikunni, en alls hafa 4,660 gestir séð kvikmyndina Andið eðlilega.
Hér að neðan má sjá ítarlegri tölur.
