Þrjú mörk á hálftíma kláruðu City Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 20:45 Mohamed Salah vísir/getty Þrjú mörk á þrjátíu mínútum dugðu Liverpool til sigurs gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Anfield í kvöld. Egyptinn Mohamed Salah kom Liverpool yfir strax á 12. mínútu leiksins gegn gangi leiksins, en City hafði byrjað leikinn betur. Kyle Walker náði ekki að hreinsa fyrirgjöf Roberto Firmino eftir hraða sókn Liverpool og Salah kom boltanum í netið. Markið var það 38. sem Salah skorar í öllum keppnum í vetur. Aðeins átta mínútum seinna var Alex Oxlade-Chamberlain búinn að tvöfalda forystu Liverpool með glæsilegu marki af tæpum 25 metrum eftir að James Milner vann boltann á eigin vallarhelmingi. Sadio Mane fullkomnaði frábæra byrjun Liverpool á 31. mínútu þegar hann kom stöðunni í 3-0 með skalla eftir fyrirgjöf frá Salah.Liverpool are the only team to score 3+ goals against Man City this season - this is the 2nd time they have done so — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 4, 2018 Heimamenn náðu ekki að koma fleiri mörkum á gestina í fyrri hálfleik og fóru því inn til búningsherbergja með 3-0 forystu. Jurgen Klopp gat leyft sínum mönnum að slaka aðeins á í seinni hálfleik, en þó er City með gríðarsterkt lið og gat vel komið til baka í seinni hálfleik. Það varð þó ekki. Pep Guardiola virtist ekki finna neinar lausnir og Manchester City, lið sem hefur skorað 88 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni, átti ekki skot á markið í leiknum. Síðast þegar það gerðist var í október 2016 í deildarbikarnum gegn Manchester United. Leikmenn Liverpool héldu leikinn út og fóru með 3-0 stöðu og eru í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn. Það setur þó skugga á leik kvöldsins að Mohamed Salah meiddist á nára í seinni hálfleik og þurfti að fara af velli. Þá verður fyrirliðinn Jordan Henderson í leikbanni í seinni leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í leiknum í kvöld. Meistaradeild Evrópu
Þrjú mörk á þrjátíu mínútum dugðu Liverpool til sigurs gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Anfield í kvöld. Egyptinn Mohamed Salah kom Liverpool yfir strax á 12. mínútu leiksins gegn gangi leiksins, en City hafði byrjað leikinn betur. Kyle Walker náði ekki að hreinsa fyrirgjöf Roberto Firmino eftir hraða sókn Liverpool og Salah kom boltanum í netið. Markið var það 38. sem Salah skorar í öllum keppnum í vetur. Aðeins átta mínútum seinna var Alex Oxlade-Chamberlain búinn að tvöfalda forystu Liverpool með glæsilegu marki af tæpum 25 metrum eftir að James Milner vann boltann á eigin vallarhelmingi. Sadio Mane fullkomnaði frábæra byrjun Liverpool á 31. mínútu þegar hann kom stöðunni í 3-0 með skalla eftir fyrirgjöf frá Salah.Liverpool are the only team to score 3+ goals against Man City this season - this is the 2nd time they have done so — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 4, 2018 Heimamenn náðu ekki að koma fleiri mörkum á gestina í fyrri hálfleik og fóru því inn til búningsherbergja með 3-0 forystu. Jurgen Klopp gat leyft sínum mönnum að slaka aðeins á í seinni hálfleik, en þó er City með gríðarsterkt lið og gat vel komið til baka í seinni hálfleik. Það varð þó ekki. Pep Guardiola virtist ekki finna neinar lausnir og Manchester City, lið sem hefur skorað 88 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni, átti ekki skot á markið í leiknum. Síðast þegar það gerðist var í október 2016 í deildarbikarnum gegn Manchester United. Leikmenn Liverpool héldu leikinn út og fóru með 3-0 stöðu og eru í vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn. Það setur þó skugga á leik kvöldsins að Mohamed Salah meiddist á nára í seinni hálfleik og þurfti að fara af velli. Þá verður fyrirliðinn Jordan Henderson í leikbanni í seinni leiknum eftir að hafa fengið gult spjald í leiknum í kvöld.