Hljóðgervlar og nostalgía í hljóðspori Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Helgi Sæmundur er mikill áhugamaður um hljóðgervla og á nokkur stykki í stúdíóinu sínu. Vísir/anton „Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira