Hljóðgervlar og nostalgía í hljóðspori Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Helgi Sæmundur er mikill áhugamaður um hljóðgervla og á nokkur stykki í stúdíóinu sínu. Vísir/anton „Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
„Þetta er plötufyrirtæki sem hefur gefið út mjög mikið af dóti sem ég hlusta á – Drive-„sándtrakkið“, Stranger Things og fleira. Þeir eru svolítið í þessu „syntha“-dóti, en ekki bara: gefa líka út tónlistina í Walking Dead og endurútgefa tónlist úr gömlum hryllingsmyndum – Hellraiser og eitthvað. Það er svona smá nostalgíusena í Bandaríkjunum og Kanada – þetta synthwave-dót sem er innblásið af níunda áratugnum,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson sem gefur á morgun, föstudag, út hljóðsporið úr Stellu Blómkvist hjá Lakeshore Records, en það er plötufyrirtæki sem hefur gefið út afar mikið af tónlist úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Fyrirtækið er sjálfstæð eining innan kvikmyndagerðarfyrirtækisins Lakeshore Entertainment. Hvernig kom það til að þeir gefa þetta út? „Ég var bara með þetta hljóðspor úr Stellu sem ég setti saman og ég ætlaði að gefa út sjálfur – en svo ákvað ég bara að senda póst sem innihélt þrjú lög á þetta fyrirtæki. Þeir svöruðu viku síðar og vildu heyra meira, svo voru þeir bara til í þetta. Þetta var frekar auðvelt ferli og mjög næs. Þeir voru rosa spenntir fyrir þessu. Ég ákvað í raun bara að senda þeim póst í einhverju gríni, þannig að þetta var töluvert auðveldara en ég hélt.“Gríski synthaperrinn Vangelis sem samdi meðal annars lagið Chariots of Fire hefur veitt mörgum innblástur í synthwave-stefnunni.Hjá Lakeshore Records hafa menn ekki verið feimnir við að kitla taugar „nostalgíuperra“ en hljóðsporin við þættina Stranger Things og kvikmyndina Drive eru til að mynda í þessum nostalgíukennda stíl, með áhrifum frá synthwave-tónlistarstefnunni sem sækir innblástur sinn til níunda áratugarins og þá helst til tónlistar Johns Carpenter og Vangelis til dæmis og til tölvuleikja þess tíma. Lakeshore gefur út stórglæsilegar og veglegar vínylútgáfur, til að mynda af hljóðspori Stranger Things – en þeir þættir eru gegnsósa af nostalgíu. Svipuð stef má finna í Stellu Blómkvist, en Helgi er mikill áhugamaður um hljóðgervla af ýmsum gerðum. „Ég veit ekkert hvaðan þetta kemur, en þessi áhugi hefur blundað í mér í nokkur ár. Svo hef ég alltaf verið að reyna að koma þessu inn í Úlfur Úlfur tónlistina – nýjasta platan okkar er rosalega „synthabased“. Það var því ákveðin gósentíð fyrir Helga þegar hann var fenginn til að semja tónlistina fyrir Stellu, hitti Óskar leikstjóra og fékk að sjá „lúkkið“ á þáttunum – en það hentaði gífurlega vel fyrir þessar pælingar. „Þetta passaði mjög vel við það sem mig langaði til að gera í tónlist, það má segja að þetta hafi verið svokallað „match made in heaven“.“ Hljóðsporið úr Stellu Blómkvist kemur inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur á morgun, föstudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein