Formúla 1

Rússar vilja mæta með skiltastelpur | Við eigum sætustu stelpurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá rússneska skiltastelpu að störfum.
Hér má sjá rússneska skiltastelpu að störfum. vísir/getty
Það vakti misjafnar undirtektir þegar forráðamenn Formúlu 1 tilkynntu fyrir tímabilið að ákveðið hefði verið að hætta með skiltastelpurnar í íþróttinni.

Stelpurnar hafa gengt því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti ökuþórunum sem komast á verðlaunapall. Forráðamönnum Formúlunnar fannst ekki lengur við hæfi að vera með þær árið 2018.

„Þrátt fyrir að skiltastelpur hafi verið hluti af Formúlu 1 í áratugi þá finnst okkur að þessi hefð sé ekki í takt við þau gildi sem við viljum tileinka okkur né við nútímasamfélag,“ sagði Sean Bratches, markaðsstjóri Formúlunnar, á þeim tíma.

Skiltastelpurnar sjálfar voru mjög ósáttar við þessa ákvörðun og í könnun BBC kom fram að meirihluti ökuþóra vildi vera áfram með skiltastelpurnar.

Rússar eru líka ósáttir við þessa ákvörðun og vilja vera með stelpur í rússneska kappakstrinum.

„Það eiga að vera skiltastelpur í rússneska kappakstrinum því við eigum sætustu stelpurnar,“ sagði helsti skipuleggjandi Formúlunnar í Rússlandi.

Rússneski kappaksturinn fer fram í Sotsjí 30. september og verður áhugavert að sjá hvað Rússarnir gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×