Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir skiltastelpur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 22:30 Lewis Hamilton vill fá stelpur til þess að fylgja sér úr bílnum og upp á verðlaunapall vísir/getty Fyrir tímabilið sem er nýhafið í Formúlu 1 var tilkynnt um þá ákvörðun að hætta með svokallaðar skiltastelpur í íþróttinni. Ákvörðunin hefur fengið misjafnar undirtektir. Stelpurnar gengdu því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti þeim ökuþórum sem komast á verðlaunapall.Vísir greindi frá því í morgun að Rússar ætluðu að fara á móti þessari ákvörðun og hafa skiltastelpur í kappakstrinum í Sotsjí í september. Nú hafa forráðamenn kappakstursins í Mónakó gefið í skyn að þeir ætli líka að endurvekja skiltastelpurnar. Kappaskturinn í Mónakó fer fram í lok maí og fari svo að það verði skiltastelpur þar er mjög líklegt að Rússarnir standi við orð sín í september. Margir ökuþóranna í Formúlu 1 voru ósáttir við ákvörðunina um að hætta með skiltastelpurnar og var Lewis Hamilton greinilega þeirra á meðal. Þegar fréttir bárust af því í dag að stelpurnar gætu snúið aftur í Mónakó tók hann skjáskot af einni slíkri frétt og setti á Instagram aðgang sinn og skrifaði við hana „Takk Jesús.“ Hamilton var fljótur að eyða myndinni af samfélagsmiðlinum.Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir endurkomu stelpnannamynd/bbc Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fyrir tímabilið sem er nýhafið í Formúlu 1 var tilkynnt um þá ákvörðun að hætta með svokallaðar skiltastelpur í íþróttinni. Ákvörðunin hefur fengið misjafnar undirtektir. Stelpurnar gengdu því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti þeim ökuþórum sem komast á verðlaunapall.Vísir greindi frá því í morgun að Rússar ætluðu að fara á móti þessari ákvörðun og hafa skiltastelpur í kappakstrinum í Sotsjí í september. Nú hafa forráðamenn kappakstursins í Mónakó gefið í skyn að þeir ætli líka að endurvekja skiltastelpurnar. Kappaskturinn í Mónakó fer fram í lok maí og fari svo að það verði skiltastelpur þar er mjög líklegt að Rússarnir standi við orð sín í september. Margir ökuþóranna í Formúlu 1 voru ósáttir við ákvörðunina um að hætta með skiltastelpurnar og var Lewis Hamilton greinilega þeirra á meðal. Þegar fréttir bárust af því í dag að stelpurnar gætu snúið aftur í Mónakó tók hann skjáskot af einni slíkri frétt og setti á Instagram aðgang sinn og skrifaði við hana „Takk Jesús.“ Hamilton var fljótur að eyða myndinni af samfélagsmiðlinum.Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir endurkomu stelpnannamynd/bbc
Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira