Brugguðu fyrsta alíslenska kvenbjórinn Benedikt Bóas skrifar 7. apríl 2018 13:00 Því miður komust ekki allar konurnar sem komu að bruggun Bríetar þegar hún var kynnt á fimmtudag. En hér eru fimm fræknar, glaðar og kátar með Bríeti í glasi. Frá vinstri Ragnheiður Axel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Alyson Hartwig, Laufey Sif Lárusdóttir og Cassie Cosgrove. Á myndina vantar Ástu Ósk, Berglindi Snæland og Hrefnu Karítas. Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið