Lífið

Gámastökk AK Extreme í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá AK Extreme á Akureyri.
Frá AK Extreme á Akureyri. Erlendur Þór Magnússon
Hápunktur snjóbretta, og tónlistarhátíðarinnar AK Extreme, Eimskips gámastökkið, fer fram klukkan níu í kvöld. Hægt er að horfa á beina útsendingu af stökkinu hér að neðan. Gámastökkið, sem fer fram í Gilinu á Akureyri hefst klukkan níu.

Færustu snjóbrettamenn Íslands munu ásamt erlendum keppendum keppa um AK Extreme titilinn og hringinn.

Sjá einnig: Snjóbrettahátíðin AK Extreme um helgina



Keppendurnir eru alls 28 samkvæmt Facebooksíðu AK Extreme þar sem birtar hafa verið myndir af þeim öllum auk upplýsinga.



Það eru þeir Árni Ingi Árnason, Ísarr Edwins, Gunshow, Jökull Elí Borg, Daníel Magnússon, Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson, Otti Freyr Steinsson, Baldur Vilhelmsson, Aron Snorri, Oddur Vilberg Sigurðsson, Einar Rafn Stefánsson, Egill Gunnar Kristjánsson, Benedikt Friðgjörnsson, Gauti Guðmundsson, Jónas (Jonni) Stefánsson, Johan Duus, Frederik Hejgaard, Zoltán Strcula, Marinó Kristjánsson, Tómas Orri Árnason, Colin Wilson, Abbe Hjellström, Eiki Helgason, Frank Bourgeois, Halldór Helgason, Fridtjof „Fridge“ Tischendorf, Sigfrinnur B og Matthías Arnarson.

Öflug tónleikadagskrá verður í boði í Sjallanum föstudag og laugardag en þar koma fram: Aron Can, Birnir, Dj Sura, Emmsjé Gauti, Floni, GDRN, JóiPé&Króli, KÁ-AKÁ, Young Karin, Yung Nigo Drippin, Úlfur Úlfur.

Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is og í verslun Eymundsson á Akureyri. Uppselt hefur verið í Sjallanum síðustu tvö ár.

Eftir að snjóbrettamennirnir ljúka keppni fara menn að stökkva á snjósleðum.

Útsendingin hefst klukkan níu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.