Setja nýja íslenska landsliðsbúninginn í þrettánda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 09:30 Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er hér með nýja búninginn. Vísir/Rakel Íslenski landsliðsbúningurinn „sleppur“ að mati dómnefndar squawka netsíðunnar sem hefur lagt sitt mat á þá HM-búninga sem hafa verið kynntir til þessa. Íslenski búningurinn er einn af átján sem hafa komið fram í dagsljósið og fólkið á Squawka netsíðunnar setur hann í þrettánda sæti í yfirliti sínu yfir flottustu búningana á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.1. RANKING: Every 2018 World Cup kit released so far from best to worst.@iammoallim makes the bold calls - https://t.co/LiUQZ3Fmqypic.twitter.com/YDOYIR5IWt — Squawka Football (@Squawka) March 19, 2018 Íslenski búningurinn var kynntur með viðhöfn í síðustu viku sem vakti talsverða athygli. Það voru ekki allir sáttir með búninginn en hann fékk þó aðeins betri dóma en þegar búningurinn á undan var kynntur til leiks fyrir EM í Frakklandi 2016. Talsverðar breytingar voru gerðar á búningi landsliðsins undanfarin tvö ár og mesti breytingin var gerð á ermum búningsins auk þess sem röndin góða framan á treyjunni heyrir nú sögunni til. Samkvæmt dómi Squawka þá sleppur íslenski búningurinn en ekki meira en það. Við féllum því ekki á búningaprófinu en við fengum heldur ekki góða einkunn að þessu sinni. Í næsta sæti fyrir ofan íslenska búninginn var einmitt liðið sem strákarnir okkar eru að fara að mæta í San Francisco á föstudagskvöldið eða lið Mexíkó. Alls eru fimm lönd með ljótari búninga en Ísland samkvæmt mati fólksins á squawka. Það eru Egyptaland, Rússland, Úrúgvæ, Sviss og Túnis. Túnisbúar verða að sætta sig að vera með ljótast búninginn en þeirra von liggur í því að fjórtán þjóðir eiga eftir að opinbera sinn HM-búning. Íslenski búningurinn nær kannski bara þrettánda sæti en það verður engu að síður spilað í flottum búningum í íslenska riðlinum. Fólkið á squawka er nefnilega með búning Nígeríu í fyrsta sætinu hjá sér. Argentínski búningurinn þykir líka mjög flottur en hann er í þriðja sætinu. Búningur Kólumbíu er síðan í öðru sætinu og í því fjórða er búningur Belgíu en Belgar koma einmitt á Laugardalsvöllinn í haust til að keppa við Ísland í Þjóðardeildinni. Nigeria's kit though... ( @nikefootball) pic.twitter.com/KcoGrzZcam — FourFourTwo(@FourFourTwo) February 7, 2018Adidas' new World Cup 2018 kits pay homage to iconic football shirts. Argentina's new home kit, which celebrates the Argentine Football Association's 125-year anniversary, is a real beauty https://t.co/F7RLEkWMYs via @dezeenpic.twitter.com/VW2Zmo57Ew — Stig Ørskov (@orskov) November 22, 2017Nýr íslenskur landsliðsbúningur.KSÍ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Íslenski landsliðsbúningurinn „sleppur“ að mati dómnefndar squawka netsíðunnar sem hefur lagt sitt mat á þá HM-búninga sem hafa verið kynntir til þessa. Íslenski búningurinn er einn af átján sem hafa komið fram í dagsljósið og fólkið á Squawka netsíðunnar setur hann í þrettánda sæti í yfirliti sínu yfir flottustu búningana á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.1. RANKING: Every 2018 World Cup kit released so far from best to worst.@iammoallim makes the bold calls - https://t.co/LiUQZ3Fmqypic.twitter.com/YDOYIR5IWt — Squawka Football (@Squawka) March 19, 2018 Íslenski búningurinn var kynntur með viðhöfn í síðustu viku sem vakti talsverða athygli. Það voru ekki allir sáttir með búninginn en hann fékk þó aðeins betri dóma en þegar búningurinn á undan var kynntur til leiks fyrir EM í Frakklandi 2016. Talsverðar breytingar voru gerðar á búningi landsliðsins undanfarin tvö ár og mesti breytingin var gerð á ermum búningsins auk þess sem röndin góða framan á treyjunni heyrir nú sögunni til. Samkvæmt dómi Squawka þá sleppur íslenski búningurinn en ekki meira en það. Við féllum því ekki á búningaprófinu en við fengum heldur ekki góða einkunn að þessu sinni. Í næsta sæti fyrir ofan íslenska búninginn var einmitt liðið sem strákarnir okkar eru að fara að mæta í San Francisco á föstudagskvöldið eða lið Mexíkó. Alls eru fimm lönd með ljótari búninga en Ísland samkvæmt mati fólksins á squawka. Það eru Egyptaland, Rússland, Úrúgvæ, Sviss og Túnis. Túnisbúar verða að sætta sig að vera með ljótast búninginn en þeirra von liggur í því að fjórtán þjóðir eiga eftir að opinbera sinn HM-búning. Íslenski búningurinn nær kannski bara þrettánda sæti en það verður engu að síður spilað í flottum búningum í íslenska riðlinum. Fólkið á squawka er nefnilega með búning Nígeríu í fyrsta sætinu hjá sér. Argentínski búningurinn þykir líka mjög flottur en hann er í þriðja sætinu. Búningur Kólumbíu er síðan í öðru sætinu og í því fjórða er búningur Belgíu en Belgar koma einmitt á Laugardalsvöllinn í haust til að keppa við Ísland í Þjóðardeildinni. Nigeria's kit though... ( @nikefootball) pic.twitter.com/KcoGrzZcam — FourFourTwo(@FourFourTwo) February 7, 2018Adidas' new World Cup 2018 kits pay homage to iconic football shirts. Argentina's new home kit, which celebrates the Argentine Football Association's 125-year anniversary, is a real beauty https://t.co/F7RLEkWMYs via @dezeenpic.twitter.com/VW2Zmo57Ew — Stig Ørskov (@orskov) November 22, 2017Nýr íslenskur landsliðsbúningur.KSÍ
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira