Fjárfestarnir eru Makers Fund, Firstminute Capital, Neoteny, Mosaic Ventures og Novator.
„Við erum mjög stoltir af því að fá stuðning þessara aðila sem trúa á okkur og þann draum sem hófst fyrir rúmum áratugi,“ sagði Guðmundur Hallgrímsson, annar stofnandi Klang, við Gamesindustry.
Hann bætti því við að hann teldi Seed tilheyra næstu kynslóð tölvuleikja.
Einn af eigendum Makers Fund sagði Seed vera einstakan leik í þróun og að eitthvað besta teymi geirans væri að framleiða hann.