Eiður Smári hittir Carlos Tevez í Buenos Aires | Heimsækir mótherja Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 11:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Carlos Tevez. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30
Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00