Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2018 06:00 Stúlka, sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram slepptu á miðvikudag, gengur um götur heimabæjarins Dapchi með föður sínum. Vísir/AFp Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan. Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakennara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari-stjórnarinnar til að greiða lausnargjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dapchi-stúlknanna var rætt í öldungadeild þingsins í febrúar.Eykur vægi Boko Haram „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkisstjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi-stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaðamannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosningunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaglæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á málinu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Ologbondiyan.
Birtist í Fréttablaðinu Nígería Tengdar fréttir Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Stúlkurnar frá Dapchi lausar Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum. 22. mars 2018 06:00