Millie Bobby Brown klæddist fatnaði frá Calvin Klein Jeans, en bróderuð í skyrtuna voru nöfn þeirra sem dóu í skotárás í Parkland, Oregon. Fyrir ofan annan brjóstvasann stóð #NeverAgain, eða ,,#aldreiaftur", og er það myllumerkið sem notað er á samfélagsmiðlum.
Millie vann verðlaun sem besta leikkonan á hátíðinni, en í ræðunni sinni talaði hún um March For Our Lives hreyfingunni. ,,March For Our Lives mótmælin sem áttu sér stað út um allan heim í dag veittu mér mikinn innblástur og okkur öllum, á einn hátt eða annan. Ég fæ að vera hér á sviði, og það eru mikil forréttindi að fá að nota rödd sína sem fær að heyrast. Vonandi get ég haft jákvæð áhrif."
