Fjalla um einelti og sjálfsvíg í rokksöngleiknum Heathers Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2018 22:31 Lokasýningar á nemendasýningu söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz verða í Gamla bíói á morgun. Mynd/Söngskóli Sigurðar Demetz Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir nemendasýningu sína í Gamla bíói og eru tvær síðustu sýningarnar á morgun. Jana María Guðmundsdóttir söngkennari við deildina segir að efni sýningarinnar sé gríðarlega mikilvægt en í rokksöngleiknum Heathers er fjallað meðal annars um vinsældir, einelti og sjálfsvíg. „Það er gaman að segja frá því að menntamálaráðherra ætlar að koma á sýningu hjá okkur klukkan 18:30 á morgun og mun leikhópurinn svo sýna aðra sýningu klukkan 22 sama kvöld,“ segir Jana María.Kvikmyndin „floppaði“ en varð að söngleik „Við erum að sýna rokksöngleikinn Heathers sem er tekinn upp úr gamalli bíómynd frá 1989 með Winonu Ryder og Christian Slater. Það „floppaði“ eiginlega þessi bíómynd en varð mikið „cult“ eftir á einhvern veginn.“ Árið 2014 var gerður söngleikur byggður á bíómyndinni en samin var ný tónlist fyrir hann sem Jana María segir að sé mjög grípandi og skemmtileg. Söngleikurinn endaði svo á Broadway. „Þetta hefur aldrei verið sett upp áður á Íslandi. Þetta er mjög krefjandi en að sama skapi skemmtilegt.“ Leikstjóri er Orri Huginn Ágústsson, danshöfundur er Auður Bergdís og Ingvar Alfreðsson er tónlistarstjóri. Söngleikjadeildin er á sínu fimmta starfsári og er sístækkandi deild skólans en Þór Breiðfjörð er deildarstjóri.Mynd/Söngskóli Sigurðar DemetzNotar frostlög til að myrða vinkonurnar „Við erum líka með hljómsveit. Verkið er svo skemmtilegt því þetta á svo mikið erindi til ungs fólks í dag. Við erum að fjalla um einelti, sjálfsmorð, vinsældir og hvernig er að vera vinsæll og detta svo út úr klíkunni.“ Aðalpersónan Veronika er óvinsæl en er svo tekin inn í klíku þar sem hún þarf að læra að standa með sjálfri sér. „Þær gera hana vinsæla og þá eignast hún kærasta sem fær þá flugu í hausinn að gefa vinkonum hennar frostlög, í rauninni myrðir þær sem eru leiðinlegar við Veroniku og reynir að láta það líta út fyrir að vera sjálfsmorð.“ Jana María segir að þau hafi fengið mikil viðbrögð frá ungu fólki. Hún tekur þó fram að sýningin sé ekki fyrir 13 ára og yngri.Mynd/Söngskóli Sigurðar DemetzÞorir að standa með sjálfri sér Nemendurnir sem taka þátt í sýningunni eru á aldrinum 15 til 25 ára „og þau hafa verið í allan vetur að undirbúa þetta verk, við byrjuðum bara strax í haust að læra tónlistina og byrjuðum svo eftir áramót að sviðsetja.“ Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og er Jana María ótrúlega ánægð með lokaútkomuna. „Það er hluti af lokaverkefninu þeirra á hverju ári að setja upp söngleik en það hefur aldrei verið jafn stórt verkefni og núna. Við sjáum svo sannarlega að nemendurnir eru að stækka með þessu stækkandi verkefni þannig að þetta hefur gengið framar vonum.“ Jana María segir að viðfangsefnið sé mikilvægt, sérstaklega í ljósi umræðunnar í samfélaginu. „Einelti á aldrei erindi, það er aldrei í lagi. Þetta er svo frábær mynd af einelti af því að við skiljum það öll hvernig það er að vera ekki vinsæll og vera svo tekinn inn í vinsældargengið. Að þora að standa með sjálfum sér er eitthvað sem á alltaf erindi og sérstaklega við ungt fólk í dag.“ Í verkinu er fjallað um sjálfsvíg ungs fólks en Jana María segir að það sé áhugavert að gera það í gegnum leik og söng. „Að því leitinu til er mjög mikilvægt að þessi sýning sé sett upp, enda hefur það aldrei áður verið gert hér á landi. Það er okkur því mikilvægt að sem flestir komi að sjá sýninguna.“ Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir nemendasýningu sína í Gamla bíói og eru tvær síðustu sýningarnar á morgun. Jana María Guðmundsdóttir söngkennari við deildina segir að efni sýningarinnar sé gríðarlega mikilvægt en í rokksöngleiknum Heathers er fjallað meðal annars um vinsældir, einelti og sjálfsvíg. „Það er gaman að segja frá því að menntamálaráðherra ætlar að koma á sýningu hjá okkur klukkan 18:30 á morgun og mun leikhópurinn svo sýna aðra sýningu klukkan 22 sama kvöld,“ segir Jana María.Kvikmyndin „floppaði“ en varð að söngleik „Við erum að sýna rokksöngleikinn Heathers sem er tekinn upp úr gamalli bíómynd frá 1989 með Winonu Ryder og Christian Slater. Það „floppaði“ eiginlega þessi bíómynd en varð mikið „cult“ eftir á einhvern veginn.“ Árið 2014 var gerður söngleikur byggður á bíómyndinni en samin var ný tónlist fyrir hann sem Jana María segir að sé mjög grípandi og skemmtileg. Söngleikurinn endaði svo á Broadway. „Þetta hefur aldrei verið sett upp áður á Íslandi. Þetta er mjög krefjandi en að sama skapi skemmtilegt.“ Leikstjóri er Orri Huginn Ágústsson, danshöfundur er Auður Bergdís og Ingvar Alfreðsson er tónlistarstjóri. Söngleikjadeildin er á sínu fimmta starfsári og er sístækkandi deild skólans en Þór Breiðfjörð er deildarstjóri.Mynd/Söngskóli Sigurðar DemetzNotar frostlög til að myrða vinkonurnar „Við erum líka með hljómsveit. Verkið er svo skemmtilegt því þetta á svo mikið erindi til ungs fólks í dag. Við erum að fjalla um einelti, sjálfsmorð, vinsældir og hvernig er að vera vinsæll og detta svo út úr klíkunni.“ Aðalpersónan Veronika er óvinsæl en er svo tekin inn í klíku þar sem hún þarf að læra að standa með sjálfri sér. „Þær gera hana vinsæla og þá eignast hún kærasta sem fær þá flugu í hausinn að gefa vinkonum hennar frostlög, í rauninni myrðir þær sem eru leiðinlegar við Veroniku og reynir að láta það líta út fyrir að vera sjálfsmorð.“ Jana María segir að þau hafi fengið mikil viðbrögð frá ungu fólki. Hún tekur þó fram að sýningin sé ekki fyrir 13 ára og yngri.Mynd/Söngskóli Sigurðar DemetzÞorir að standa með sjálfri sér Nemendurnir sem taka þátt í sýningunni eru á aldrinum 15 til 25 ára „og þau hafa verið í allan vetur að undirbúa þetta verk, við byrjuðum bara strax í haust að læra tónlistina og byrjuðum svo eftir áramót að sviðsetja.“ Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og er Jana María ótrúlega ánægð með lokaútkomuna. „Það er hluti af lokaverkefninu þeirra á hverju ári að setja upp söngleik en það hefur aldrei verið jafn stórt verkefni og núna. Við sjáum svo sannarlega að nemendurnir eru að stækka með þessu stækkandi verkefni þannig að þetta hefur gengið framar vonum.“ Jana María segir að viðfangsefnið sé mikilvægt, sérstaklega í ljósi umræðunnar í samfélaginu. „Einelti á aldrei erindi, það er aldrei í lagi. Þetta er svo frábær mynd af einelti af því að við skiljum það öll hvernig það er að vera ekki vinsæll og vera svo tekinn inn í vinsældargengið. Að þora að standa með sjálfum sér er eitthvað sem á alltaf erindi og sérstaklega við ungt fólk í dag.“ Í verkinu er fjallað um sjálfsvíg ungs fólks en Jana María segir að það sé áhugavert að gera það í gegnum leik og söng. „Að því leitinu til er mjög mikilvægt að þessi sýning sé sett upp, enda hefur það aldrei áður verið gert hér á landi. Það er okkur því mikilvægt að sem flestir komi að sjá sýninguna.“
Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira