Síðasta tækifæri leikmanna til að heilla Heimi og þjálfarateymið Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn í byrjun maí. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira