Síðasta tækifæri leikmanna til að heilla Heimi og þjálfarateymið Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn í byrjun maí. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti