Buffalo skórnir snúa aftur Ritstjórn skrifar 27. mars 2018 03:45 Glamour/Skjáskot Ljótu strigaskórnir hafa verið áberandi þetta árið, þar sem maður er varla hættur að vera hissa yfir því sem tískuhúsin sum hafa sent frá sér. Vinsælustu skórnir í dag eru frá Balenciaga og Louis Vuitton, þar sem botninn og skórinn sjálfur er alveg í það stærsta. Buffalo-skórnir sem margir muna eftir, og flestir með hrylling, eru á leiðinni aftur. Í tilkynningu frá breska skófyrirtækinu er auglýsingaherferð með stjörnum eins og Ruby Aldridge og Aleali May, þar sem skórnir birtast í allri sinni dýrð. Stíliseringin minnir svolítið á tíunda áratuginn, en þá voru þeir einmitt sem vinsælastir. Hljómsveitin Spice Girls gerði þá einmitt svo vinsæla á sínum tíma, en þar sem þær eru að koma aftur sama þá er spurning hvort að þetta verði skóbúnaðurinn þeirra. Skórnir verða framleiddir í takmörkuðu upplagi, og verða nokkrar útgáfur. Skórnir verða seldir í verslunum eins og Farfetch, Louisa Via Roma og Opening Ceremony. Mest lesið Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Hármyndband: Fermingarkrullur en samt ekki Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Englahár og aðrar öðruvísi hárgreiðslur Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Blái Dior herinn Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour
Ljótu strigaskórnir hafa verið áberandi þetta árið, þar sem maður er varla hættur að vera hissa yfir því sem tískuhúsin sum hafa sent frá sér. Vinsælustu skórnir í dag eru frá Balenciaga og Louis Vuitton, þar sem botninn og skórinn sjálfur er alveg í það stærsta. Buffalo-skórnir sem margir muna eftir, og flestir með hrylling, eru á leiðinni aftur. Í tilkynningu frá breska skófyrirtækinu er auglýsingaherferð með stjörnum eins og Ruby Aldridge og Aleali May, þar sem skórnir birtast í allri sinni dýrð. Stíliseringin minnir svolítið á tíunda áratuginn, en þá voru þeir einmitt sem vinsælastir. Hljómsveitin Spice Girls gerði þá einmitt svo vinsæla á sínum tíma, en þar sem þær eru að koma aftur sama þá er spurning hvort að þetta verði skóbúnaðurinn þeirra. Skórnir verða framleiddir í takmörkuðu upplagi, og verða nokkrar útgáfur. Skórnir verða seldir í verslunum eins og Farfetch, Louisa Via Roma og Opening Ceremony.
Mest lesið Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour Hármyndband: Fermingarkrullur en samt ekki Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour „Komið að því að stökkva út í djúpu laugina“ Glamour Englahár og aðrar öðruvísi hárgreiðslur Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Blái Dior herinn Glamour Er Bieber byrjaður með dóttur Lionel Richie? Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour