Freyr og Erla Súsanna hafa komið sér vel fyrir í Keilufelli.myndir/fasteignavefur vísis/getty
Þau Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, og Erla Súsanna Þórisdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Keilufelli á söluskrá en ásett verð er um 65 milljónir. Þau tilkynntu á dögunum að von væri á nýjum fjölskyldumeðlim en fyrir eiga þau hjónin tvær dætur.
Um er að ræða rúmgott og bjart einbýlishús á tveimur hæðum en eignin er alls 176 fermetrar að stærð.
Húsið var byggt árið 1973 og eru í því fjögur svefnherbergi. Fasteignamat eignarinnar er 51 milljón. Hér að neðan má sjá fallegar myndir af eigninni.
Fallegt hús í Breiðholtinu.Stofan og eldhúsið í góðu flæði og mjög svo bjart rými.Fallegt baðherbergi.Smekkleg setustofa.Frábær sólpallur við húsið.Mjög falleg eign.