Barking Heads veiðihundaprófið var haldið um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 27. mars 2018 12:36 Um helgina hélt Deild Enskra Seta á Íslandi Barking Heads prófið en þáttakendur voru svo lánsamir að fá norskann dómara til landsins til að dæma prófið. Arnfinn Holm er búinn að vera í fuglahundasportinu í 38 ár og vera dómari síðan 2007. Það er afskaplega gaman að vera með góðann hund á rjúpnaveiðum og þeir sem eiga hunda þekkja það vel að það liggur mikil vinna að baki því að þjálfa upp góðann hund. Hluti af því er að fara með hunda í veiðipróf en eitt slíkt var haldið um helgina. Einar Guðnason var einn af þeim sem tóku þátt. "Eftir margra daga undirbúning var komið að prófi. Við fórum með dómaranum á föstudeginum að skoða prófsvæði og sáum við þó nokkuð af rjúpu frá bíl og vorum viss um að það væri því meira af henni á svæðinu líkt og var búið að vera alla vikuna. Vorum þarna því nokkuð vongóð fyrir laugardeginum" sagði Einar í fréttum við Veiðivísi. "Á föstudags kvöldinu byrjaði að snjóa, ekki mikið 1-2 sentimetra en það var nóg til þess að grámi var kominn yfir allt svæðið á laugardeginum. Það varð fljótlega ljóst eftir að prófið byrjaði að lunginn af fuglinum hafði fært sig en í lok dags höfðu allir hundar átt séns á fugli. Fjórir hundar nýttu sér sénsinn og lönduðu einkunum." Niðurstaða prófsins var sem segir: Í opnum flokki var það: Ice Artemis Mjolnir - 1. einkunn og besti hundur flokks (Strýhærður Vorsteh). Veiðimela Krafla - 2. einkunn (Snögghærður Vorsteh). Í unghunda flokki var það: Rjúpnabrekku Toro - 1. einkunn og besti hundur flokks (Enskur Setter). Vatnsenda Karma - 1. einkunn (Pointer). Fimm hundar komu til baka í hús með einkunn í unghunda flokki. ISJCH NLM RW-17 Rjúpnabrekku Black - 1. einkunn og besti hundur flokks (Enskur Setter). Rjúpnabrekku Fríða - 1. einkunn (Enskur Setter). Rjúpnabrekku Miro - 1. einkunn (Enskur Setter). Rjúpnabrekku Toro - 1. einkunn (Enskur Setter). Vatnsenda Karma - 2. einkunn (Pointer). Þeir fjórir Ensku Setarnir sem fengu allir 1. einkunn koma úr sama gotinu sem er frá Rjúpnabrekku ræktun. Þetta var sannarlega frábær dagur sem rennur mönnum seint úr minni. Deildin heldur úti heimasíðunni www.enskursetter.is fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér sportið betur. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Um helgina hélt Deild Enskra Seta á Íslandi Barking Heads prófið en þáttakendur voru svo lánsamir að fá norskann dómara til landsins til að dæma prófið. Arnfinn Holm er búinn að vera í fuglahundasportinu í 38 ár og vera dómari síðan 2007. Það er afskaplega gaman að vera með góðann hund á rjúpnaveiðum og þeir sem eiga hunda þekkja það vel að það liggur mikil vinna að baki því að þjálfa upp góðann hund. Hluti af því er að fara með hunda í veiðipróf en eitt slíkt var haldið um helgina. Einar Guðnason var einn af þeim sem tóku þátt. "Eftir margra daga undirbúning var komið að prófi. Við fórum með dómaranum á föstudeginum að skoða prófsvæði og sáum við þó nokkuð af rjúpu frá bíl og vorum viss um að það væri því meira af henni á svæðinu líkt og var búið að vera alla vikuna. Vorum þarna því nokkuð vongóð fyrir laugardeginum" sagði Einar í fréttum við Veiðivísi. "Á föstudags kvöldinu byrjaði að snjóa, ekki mikið 1-2 sentimetra en það var nóg til þess að grámi var kominn yfir allt svæðið á laugardeginum. Það varð fljótlega ljóst eftir að prófið byrjaði að lunginn af fuglinum hafði fært sig en í lok dags höfðu allir hundar átt séns á fugli. Fjórir hundar nýttu sér sénsinn og lönduðu einkunum." Niðurstaða prófsins var sem segir: Í opnum flokki var það: Ice Artemis Mjolnir - 1. einkunn og besti hundur flokks (Strýhærður Vorsteh). Veiðimela Krafla - 2. einkunn (Snögghærður Vorsteh). Í unghunda flokki var það: Rjúpnabrekku Toro - 1. einkunn og besti hundur flokks (Enskur Setter). Vatnsenda Karma - 1. einkunn (Pointer). Fimm hundar komu til baka í hús með einkunn í unghunda flokki. ISJCH NLM RW-17 Rjúpnabrekku Black - 1. einkunn og besti hundur flokks (Enskur Setter). Rjúpnabrekku Fríða - 1. einkunn (Enskur Setter). Rjúpnabrekku Miro - 1. einkunn (Enskur Setter). Rjúpnabrekku Toro - 1. einkunn (Enskur Setter). Vatnsenda Karma - 2. einkunn (Pointer). Þeir fjórir Ensku Setarnir sem fengu allir 1. einkunn koma úr sama gotinu sem er frá Rjúpnabrekku ræktun. Þetta var sannarlega frábær dagur sem rennur mönnum seint úr minni. Deildin heldur úti heimasíðunni www.enskursetter.is fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér sportið betur.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði