Diego Costa: Þetta er ástæðan fyrir því að þið getið ekki gagnrýnt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 10:30 Diego Costa í leiknum í gær. Vísir/Getty Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira