Diego Costa: Þetta er ástæðan fyrir því að þið getið ekki gagnrýnt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 10:30 Diego Costa í leiknum í gær. Vísir/Getty Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira