Heimsmeistari frá 1986: Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir liðið í dag en Maradona var 1986 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 12:30 Lionel Messi og Diego Maradona. Samsett/Getty Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Argentínska þjóðin er á hliðinni eftir 6-1 stórtap á móti Spáni í gær. Það vantar heldur ekki gagnrýnendurna úr hópi eldri landsliðsmanna og einn af þeim sem gekk hvað lengst er Pedro Pasculli. Pedro Pasculli varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Mexíkó 1986 og eina markið hans í keppninni var af mikilvægari gerðinni. Pasculli skoraði eina mark leiksins þegar Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ í 16 liða úrslitunum. Pasculli ætti að þekkja vel mikilvægi Diego Maradona fyrir heimsmeistaraliðið 1986 en það er almennt talað um að Maradona hafi næstum því unnið keppnina í Mexíkí 1986 upp á eigin spýtur. Mardona var þá með 5 mörk og 5 stoðsendingar í sjö leikjum. „Lionel Messi er tíu sinnum mikilvægari fyrir argentínska landsliðið í dag en Maradona var 1986. Messi kemur samt ekki inn í liðið og leysir öll vandamál. Frá miðju fram í sókn kannski en hver ætlar að laga varnarleikinn?,“ spurði Pedro Pasculli. „Þessi úrslit skapa enn eitt vandamálið fyrir Messi því nú verður öll ábyrgðin á honum þegar hann klæðist landsliðstreyjnni næst,“ sagði Pedro Pasculli."The chance that Higuain got today, that with Juventus, 51 times out of 50, he scores it. I don’t know what happens to him with Argentina." -Kempes Full translated quotes by Argentina coach Sampaoli, Jorge Valdano, Mario Kempes, Roberto Ayala and more. https://t.co/JiMHPnbkzN — Roy Nemer (@RoyNemer) March 28, 2018 „Diego Maradona leysti okkar vandamál fyrir 32 árum en hann var ekki einn. Við stóðum með honum,“ sagði Pasculli. „Sergio Agüero og Ángel Di María eru ekki að sýna það með landsliðinu sem þeir eru að gera með félagsliðunum. Ég myndi alltaf taka Paulo Dybala með á HM. Það er rétt að hann spilar í sömu stöðu og Messi en þar er á ferðinni ungur leikmaður sem gæti leyst nokkur vandamál. Hann er ekki Messi en hann getur gert útslagið,“ sagði Pasculli. „Með fullri virðingu þá erum við Argentína. Við erum ekki Perú. Við eigum besta leikmanninn í heimi. Við verðum að spila fótbolta og sækja sigurinn. Við þurfum réttu persónuleikana til að klæðast bláu og hvítu skyrtunni, menn sem mæta inn á völlinn og segja. Við viljum vinna,“ sagði Pasculli. „Ég vona samt með öllu hjarta að Argentína verði heimsmeistari,“ sagði Pasculli að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Sjá meira