Enski boltinn

Southgate vill velja HM-hópinn snemma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate á hliðarlínunni gegn Ítalíu en hann er kominn með nokkuð skýra mynd af hópnum sem fer á HM í sumar.
Southgate á hliðarlínunni gegn Ítalíu en hann er kominn með nokkuð skýra mynd af hópnum sem fer á HM í sumar. vísir/afp
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að velja snemma 23-manna hópinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

England gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu á þriðjudag í síðasta leiknum áður en Southgate velur HM-hópinn en hann hefur þangað til 14. maí að velja 35 manna hóp. Hann þarf svo að skera niður í 23 þann 4. júní.

Southgate ætlar hins vegar að velja hópinn fyrir lokaátökin en England mætir Nígeríu 2. júní en Nígería er einmitt með Ísland í riðli á HM. Southgate ætlar að velja hópinn skömmu eftir að úrvalsdeildinni lýkur.

„Ég myndi vilja velja hópinn fyrir næsta æfingarleik því þá færðu að vinna í frammistöðunni í leiknum en ekki leik þar sem menn reyna að sanna sig. Ég tel að það sé munur á þessu tvennu,” sagði Southgate.

„Ef þú velur 28 manna hóp og þeir eru ekki vissir og samanborið við það að þú velur 23 manna hóp og fimm eru klárir ef eitthvað gerist - þá vita allir hvar þeir sita. Þessir fimm eiga möguleika en þeir koma og vita hvað er þeirra hlutverk.”

„Ef þú hefur 28 eða 30 sem halda að þeir eigi möguleika þá gæti verið kvíði og óvissa í leikjunum. Fyrir mína parta, þá er betra að velja 23 og vinna með þá,” sagði Southgate sem er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót með England.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×