Með Gylfa inná í 99,95 prósent af keppnisleikjum okkar frá október 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það lítur út fyrir að HM sé í hættu hjá lykilmanni íslenska landsliðsins. Gylfi hefur verið fyrsti maðurinn á skýrslu í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur forðast alvarleg meiðsli allan þennan tíma. Nú virðast lukkudísirnar hafa yfirgefið okkar besta knattspyrnumann. Um leið er komin upp staða sem landsliðið þekkir ekki - að spila án Gylfa. Íslenska landsliðið hefur spilað 23 keppnisleiki í undankeppni HM, úrslitakeppni EM og undankeppni EM frá því í október 2014. Gylfi hefur verið inná í 2069 mínútur af 2070 eða í 99,95 prósent leiktímans. Eina mínútan sem hann missti af var þegar hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum 5. september 2017. Gylfi hafði þá afgreidd Úkraínumenn með tveimur mörkum og var tekinn af velli í blálokin þegar leikurinn var búinn. Sú mínúta segir okkur því ekki neitt en jafnframt í eina skiptið sem Heimir Hallgrímsson hefur tekið Gylfa að velli í keppnisleik síðan að Lars Lagerbäck hætti með liðið. Það þarf síðan að fara alla leið aftur til 10. október 2014 til að finna næstu mínútu sem Gylfi missti af en hann var þá tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok í 3-0 sigurleik úti í Lettlandi. Gylfi hafði skorað fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og staðan var 2-0 þegar hann fór af velli fyrir Ólaf Inga Skúlason. Gylfi var líka tekinn af velli rétt fyrir leikslok í 3-0 sigurleik á Tyrkjum á Laugardalsvellinum mánuði fyrr en hann hafði þá bæði skorað og lagt upp mark í leiknum og var skipt útaf á 89. mínútu fyrir umræddan Ólaf Inga Skúlason. Frá því að Gylfi missti af leik á móti Slóveníu vegna leikbanns í júní 2014 þá hefur hann spilað 2770 af 2790 mínútum í boði í keppnisleikjum íslenska landsliðsins í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmótanna tveggja. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Ef íslenska landsliðið þekkir eina stöðu ekki vel þá er það að spila án Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi meiddist á hné í leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það lítur út fyrir að HM sé í hættu hjá lykilmanni íslenska landsliðsins. Gylfi hefur verið fyrsti maðurinn á skýrslu í íslenska landsliðinu í mörg ár og hefur forðast alvarleg meiðsli allan þennan tíma. Nú virðast lukkudísirnar hafa yfirgefið okkar besta knattspyrnumann. Um leið er komin upp staða sem landsliðið þekkir ekki - að spila án Gylfa. Íslenska landsliðið hefur spilað 23 keppnisleiki í undankeppni HM, úrslitakeppni EM og undankeppni EM frá því í október 2014. Gylfi hefur verið inná í 2069 mínútur af 2070 eða í 99,95 prósent leiktímans. Eina mínútan sem hann missti af var þegar hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum 5. september 2017. Gylfi hafði þá afgreidd Úkraínumenn með tveimur mörkum og var tekinn af velli í blálokin þegar leikurinn var búinn. Sú mínúta segir okkur því ekki neitt en jafnframt í eina skiptið sem Heimir Hallgrímsson hefur tekið Gylfa að velli í keppnisleik síðan að Lars Lagerbäck hætti með liðið. Það þarf síðan að fara alla leið aftur til 10. október 2014 til að finna næstu mínútu sem Gylfi missti af en hann var þá tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok í 3-0 sigurleik úti í Lettlandi. Gylfi hafði skorað fyrsta mark leiksins á 66. mínútu og staðan var 2-0 þegar hann fór af velli fyrir Ólaf Inga Skúlason. Gylfi var líka tekinn af velli rétt fyrir leikslok í 3-0 sigurleik á Tyrkjum á Laugardalsvellinum mánuði fyrr en hann hafði þá bæði skorað og lagt upp mark í leiknum og var skipt útaf á 89. mínútu fyrir umræddan Ólaf Inga Skúlason. Frá því að Gylfi missti af leik á móti Slóveníu vegna leikbanns í júní 2014 þá hefur hann spilað 2770 af 2790 mínútum í boði í keppnisleikjum íslenska landsliðsins í undankeppnum eða úrslitakeppnum stórmótanna tveggja.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira