Fyrsti þátturinn af Allir geta dansað var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi og komu þar fram tíu danspör sem fóru öll á kostum.
Ekkert par var sent heim í þættinum í gærkvöldi en Bergþór Pálsson og Hanna Rún Bazev Óladóttir fengu bestu einkunn dómnefndar.
Stöð 2 á Instagram fylgist vel með gangi mála baksviðs þegar þættirnir eru í gangi og er hægt að fylgjast vel með þar. Bæði með því að skoða myndir og myndbönd og einnig í því sem kallast „Story“.
Hér er hægt að fylgjast með hvernig þetta fór allt saman fram í gærkvöldi.
#allirgetadansað Tweets

