„Við Cameron hittumst í hádegismat um daginn og vorum einmitt að tala um myndina. Ég væri til í að gera aðra mynd en Cameron er hætt að leika. Hún er bara „ég er búin“,“ sagði Blair og hélt áfram. „Ég meina hún þarf ekki að gera myndir lengur. Hún á mjög gott líf. Ég veit ekki hvað þyrfti að gerast til að hún mundi snúa aftur. Hún er hamingjusöm.“
Síðasta myndin sem Diaz lék í var Annie árið 2014 en síðan þá hefur hún ekki mikið verið í sviðsljósinu. Hún er í sambandi með Benji Madden.
