Beyoncé og Jay-Z ætla aftur í tónleikaferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 18:54 Beyoncé og Jay-Z á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty Beyoncé og Jay-Z tilkynntu í dag um væntanlegt tónleikaferðalag undir yfirskriftinni „On the Run II“ sem hleypt verður af stokkunum í sumar. Um er að ræða annað sameiginlegt tónleikaferðalag hjónanna. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Cardiff, höfuðborg Wales, þann 6. júní næstkomandi að því er fram kemur í frétt Variety. Þá mun miðasala hefjast mánudaginn 19. mars samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikaferðalagsins. Beyoncé og Jay-Z munu koma víða við en þau hyggjast fyrst þræða stórborgir Evrópu og halda svo yfir til Bandaríkjanna. Fyrstu fréttir bárust af fyrirhuguðu tónleikaferðalagi í síðustu viku, að því er virðist fyrir mistök, en tilkynningum um tónleikana var eytt í snarhasti af Facebook-síðu Beyoncé. Hjónin héldu í sameiginlegt tónleikaferðalag árið 2014, þá einnig undir yfirskriftinni „On the Run“, við góðar undirtektir. Hjónaband Beyoncé og Jay-Z hefur enn fremur verið til umfjöllunar síðustu misseri eftir að nýjasta plata hinnar fyrrnefndu, Lemonade, kom út árið 2016. Beyoncé virðist þar syngja um framhjáhald Jay-Z en hann viðurkenndi síðar að hafa verið ótrúr eiginkonu sinni.Hér að neðan má sjá lagið Young Forever/Halo í flutningi Beyoncé og Jay-Z á tónleikaferðalagi þeirra árið 2014. Tónlist Tengdar fréttir Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30 Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi Allur ágóði af sölu lagsins fer til uppbygingar í Mexíkó og Karíbahafinu. 29. september 2017 08:25 Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Beyoncé og Jay-Z tilkynntu í dag um væntanlegt tónleikaferðalag undir yfirskriftinni „On the Run II“ sem hleypt verður af stokkunum í sumar. Um er að ræða annað sameiginlegt tónleikaferðalag hjónanna. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Cardiff, höfuðborg Wales, þann 6. júní næstkomandi að því er fram kemur í frétt Variety. Þá mun miðasala hefjast mánudaginn 19. mars samkvæmt fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikaferðalagsins. Beyoncé og Jay-Z munu koma víða við en þau hyggjast fyrst þræða stórborgir Evrópu og halda svo yfir til Bandaríkjanna. Fyrstu fréttir bárust af fyrirhuguðu tónleikaferðalagi í síðustu viku, að því er virðist fyrir mistök, en tilkynningum um tónleikana var eytt í snarhasti af Facebook-síðu Beyoncé. Hjónin héldu í sameiginlegt tónleikaferðalag árið 2014, þá einnig undir yfirskriftinni „On the Run“, við góðar undirtektir. Hjónaband Beyoncé og Jay-Z hefur enn fremur verið til umfjöllunar síðustu misseri eftir að nýjasta plata hinnar fyrrnefndu, Lemonade, kom út árið 2016. Beyoncé virðist þar syngja um framhjáhald Jay-Z en hann viðurkenndi síðar að hafa verið ótrúr eiginkonu sinni.Hér að neðan má sjá lagið Young Forever/Halo í flutningi Beyoncé og Jay-Z á tónleikaferðalagi þeirra árið 2014.
Tónlist Tengdar fréttir Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30 Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi Allur ágóði af sölu lagsins fer til uppbygingar í Mexíkó og Karíbahafinu. 29. september 2017 08:25 Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30
Beyonce syngur á frönsku og spænsku í nýju lagi Allur ágóði af sölu lagsins fer til uppbygingar í Mexíkó og Karíbahafinu. 29. september 2017 08:25
Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00