Ungverskir þungarokkarar þurfa að æfa stíft fyrir Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 21:57 Söngvari AWS á sviði í undankeppni Eurovision í Ungverjalandi. Ungverska hljómsveitin AWS verður fulltrúi Ungverja í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í maí næstkomandi. Um er að ræða hljómsveit sem leikur harðkjarnarokk og kom sigurinn hljómsveitarmeðlimum nokkuð á óvart. AWS var meðal þátttakenda í undankeppni Eurovision í Ungverjalandi sem nefnist A Dal. Þrjátíu lög voru í keppninni sem voru skipt niður í þrjá riðla. Dómnefnd og áhorfendur völdu lög þar sem komust áfram í undanúrslit. Upp úr undanúrslitunum komust aðeins fjögur lög. AWS átti eitt þeirra og stóð uppi sem sigurvegari í hreinni kosningu áhorfenda um allan heim. Lagið sem hljómsveitin flytur heitir „Viszlát nyár“ sem myndi þýðast lauslega á íslensku sem „Bless sumar“.Um er að ræða fimm manna hljómsveit sem stofnuð var árið 2006. Þeir voru fimm saman á sviði í undankeppninni í Ungverjalandi og með bakraddasöngvara baksviðs. Í viðtali eftir undankeppnina var þeim bent á að samkvæmt reglum Eurovision mega ekki fleiri en sex koma að flutningi laga. Voru þeir spurðir hvernig þeir ætli að bregðast við þeirri stöðu, því ef þeir ætla sér að taka fleiri en einn bakraddasöngvara með sér til Portúgal þá yrði það á kostnað einhvers úr hljómsveitinni. Sögðust þeir ætla að taka með sér einn bakraddasöngvara og halda síðan stífar æfingar fram að keppni í maí.Hljómsveitin mun stíga á svið á seinna undankvöldi Eurovision í Altice-höllinni í Lissabon 10. maí næstkomandi. Ari Ólafsson, fulltrúi Íslendinga, verður í fyrri undanriðlinum 8. maí næstkomandi. Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Ungverska hljómsveitin AWS verður fulltrúi Ungverja í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í maí næstkomandi. Um er að ræða hljómsveit sem leikur harðkjarnarokk og kom sigurinn hljómsveitarmeðlimum nokkuð á óvart. AWS var meðal þátttakenda í undankeppni Eurovision í Ungverjalandi sem nefnist A Dal. Þrjátíu lög voru í keppninni sem voru skipt niður í þrjá riðla. Dómnefnd og áhorfendur völdu lög þar sem komust áfram í undanúrslit. Upp úr undanúrslitunum komust aðeins fjögur lög. AWS átti eitt þeirra og stóð uppi sem sigurvegari í hreinni kosningu áhorfenda um allan heim. Lagið sem hljómsveitin flytur heitir „Viszlát nyár“ sem myndi þýðast lauslega á íslensku sem „Bless sumar“.Um er að ræða fimm manna hljómsveit sem stofnuð var árið 2006. Þeir voru fimm saman á sviði í undankeppninni í Ungverjalandi og með bakraddasöngvara baksviðs. Í viðtali eftir undankeppnina var þeim bent á að samkvæmt reglum Eurovision mega ekki fleiri en sex koma að flutningi laga. Voru þeir spurðir hvernig þeir ætli að bregðast við þeirri stöðu, því ef þeir ætla sér að taka fleiri en einn bakraddasöngvara með sér til Portúgal þá yrði það á kostnað einhvers úr hljómsveitinni. Sögðust þeir ætla að taka með sér einn bakraddasöngvara og halda síðan stífar æfingar fram að keppni í maí.Hljómsveitin mun stíga á svið á seinna undankvöldi Eurovision í Altice-höllinni í Lissabon 10. maí næstkomandi. Ari Ólafsson, fulltrúi Íslendinga, verður í fyrri undanriðlinum 8. maí næstkomandi.
Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira