Hafði alltaf lúmskan áhuga á förðun Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2018 06:00 Alexander var farinn að kenna sjálfur í Reykjavík Makeup School innan við ári eftir útskrift. Vísir/eyþór Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er einn af fáum karlkyns förðunarfræðingum landsins. Hann útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir rúmu ári og hefur á skömmum tíma tekist að skapa sér nafn í bransanum. Spurður út í hvernig hann byrjaði að fikra sig áfram í förðun segir Alexander áhugann hafa kviknað snemma. „Ég hef alltaf haft einhvern lúmskan áhuga á förðun. Þegar systir mín var að fara á böll þá fór ég að fikta við að mála hana og svo var ég alltaf að skipta mér af þegar vinkonur mínar voru að mála sig áður en við fórum eitthvað út saman. Ég var alltaf að koma með hugmyndir og fá að laga eitthvað hjá þeim, frekar pirrandi týpa,“ segir hann og hlær. „En ég íhugaði ekki að fara að læra þetta fyrr en einu og hálfu ári eftir útskrift úr menntaskóla,“ segir Alexander. Hann vann í fataverslun eftir útskrift úr menntaskóla og átti eftir að taka ákvörðun um næsta skref. Þá datt honum í hug að sækja um í Reykjavík Makeup School og komst inn. „Ég skráði mig bara til að prófa. Planið var ekki beint að fara að læra förðun til að vinna við þetta. Mig langaði í raun bara að bæta við mig þekkingu. En þegar ég byrjaði í skólanum þá varð ég bara ástfanginn af þessum heimi,“ segir Alexander sem var fyrsti strákurinn sem stundaði nám við Reykjavík Makeup School. Alexander útskrifaðist í desember árið 2016 og er í dag í fullri vinnu sem förðunarfræðingur og hefur vakið athygli sem slíkur. Hann segir þá staðreynd að Ísland sé lítið land hjálpa. „Um leið og maður fer að auglýsa sig og fá verkefni þar sem fólk er ánægt með mann þá er það fljótt að fréttast,“ útskýrir Alexander. Hann segir eigendur Reykjavík Makeup School einnig hafa hjálpað sér að koma sér á framfæri. Að lokum, spurður út í helstu fyrirmyndir í förðunarbransanum, nefnir hann fjögur nöfn. „Náttúrulega Sara og Silla, eigendur Reykjavík Makeup School. Svo fylgist ég mikið með Pat McGrath, hún er algjör snilld. Og Sir John er mjög klár líka. Þetta eru svona helstu fyrirmyndir mína.“ Áhugasömum er bent á fylgjast með Alexander á Instagram undir notendanafninu facebyalexsig. Þar birtir hann reglulega myndir frá verkefnum sem hann er að vinna að.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira