Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2018 10:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, og hans menn eru erfiðari viðureignar og eiga erfitt með að veita upplýsingar. vísir/getty Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Miðasöluruglið á HM 2018 í fótbolta heldur áfram, en í morgun var greint frá að ekki sé uppselt á leik Argentínu og Íslands. Þær fréttir bárust degi eftir að greint var frá að uppselt væri á leikinn. KSÍ hefur gengið illa að fá upplýsingar um miðasöluna frá FIFA þar sem furðulegir hlutir hafa verið í gangi, sérstaklega í kringum leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní. Nýjasti miðasölufasinn fór í gang klukkan níu í morgun þar sem fyrstur kemur, fyrstur fær. Mögulega verður hægt að fá miða á Argentínuleikinn þegar öðrum verður skilað, eða þeir koma til baka vegna misheppnaðra greiðslna.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.vísir/ernirMargt óljóst „Við funduðum í gærmorgun áður en við heyrðum þessar nýjustu upplýsingar. Fyrir þessar fréttir um Argentínuleikinn vorum við að safna saman upplýsingum um þennan miðasöluglugga sem er að opnast í dag,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við vissum ekki hvort við værum að fá miða á alla leikina eða hversu marga. Það var margt óljóst. Okkur tókst svo aðeins að ná yfirsýn yfir hvað var að fara að byrja, en svo kom aftan að okkur þessi frétt um Argentínuleikinn.“ Klara segir að það sé algjör fjarstæða að Argentínumenn hafi keypt upp kvóta íslensku stuðningsmannanna, en Íslendingar gátu keypt átta prósent miðanna sem voru í boði á hvern leik. „Við vissum alltaf þegar að þetta fór allt saman af stað að Argentínuleikurinn yrði erfiður. Það sást strax að aðsóknin var mikil á þennan leik,“ segir Klara.Hvað verða margir Íslendingar í Moskvu?vísir/gettySvekkt í Laugardalnum Ferðaskrifstofur hafa keppst við að selja Íslendingum flug og gistingu á HM en ekki miða. Nú eru margir sem standa uppi með ferðalagið klárt en eru miðalausir. „Samkvæmt reglum FIFA mega ferðaskrifstofur ekki selja miða á leiki. En, svo ertu með aðra sem eru með miða en vantar flug og gistingu. Ég vona að ferðaskrifstofurnar skilji þessa skiptingu og bregðist við,“ segir Klara sem viðurkennir að hún er svekkt með gang mála í miðasölunni. „Auðvitað erum við svekkt með þetta og við erum svekkt með þetta upplýsingaleysi. Við höfum frá upphafi verið í nánu samstarfi við Dani og Svía í þessum miðasölumáli ásamt Portúgal sem hefur leitt vagninn hjá Evrópuþjóðum í þessari orrahríð sem við erum að gera að FIFA,“ segir Klara og bætir við: „Þeir eru þyngri en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við,“ segir Klara Bjartmarz. Allt viðtalið úr Bítinu má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24