Sónar 2018: Í hverju áttu að vera? Ritstjórn skrifar 13. mars 2018 11:15 Glamour/Getty Tónlistarhátíðin Sónar verður haldin um helgina í Hörpu, og ef þú ert á leiðinni þangað þá er um að gera að fylgjast með Glamour næstu daga. Við verðum með nokkrar hugmyndir af dressum, og hérna kemur sú fyrsta. Það sem þú átt að setja í fyrsta sæti þegar þú ert á tónlistarhátíð eru þægindin. Þú vilt geta dansað, og ekki þurfa að fara heim fyrr því þér er svo illt í fótunum. Með þessu dressi líturðu vel út og getur dansað alla nóttina. Stelum stílnum frá tískufyrirmyndinni Bella Hadid. Íþróttagallar eru nú orðnir viðurkenndur hversdagsfatnaður, og eru margir hverjir mjög flottir. Þessi frá Wood Wood fæst í Húrra Reykjavík, og er flottur og þægilegur. Hvíti liturinn er einnig að koma sterkur inn fyrir vorið. Skórnir eru frá Karhu og fást í Akkúrat. Æðislegir litir í þessum skóm, og þægindin eru til staðar. Stórir hring-eyrnalokkar setja svo punktinn yfir i-ið. Þessir fást í Zöru.Hér geturðu unnið tvo miða á Sónar! Mest lesið Pallíettutíminn er runninn upp Glamour ERDEM X H&M Glamour Emmy 2016: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Gerir nýja útgáfu af Trump derhúfunum Glamour Golden Globes 2016: Eftirpartýin Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour
Tónlistarhátíðin Sónar verður haldin um helgina í Hörpu, og ef þú ert á leiðinni þangað þá er um að gera að fylgjast með Glamour næstu daga. Við verðum með nokkrar hugmyndir af dressum, og hérna kemur sú fyrsta. Það sem þú átt að setja í fyrsta sæti þegar þú ert á tónlistarhátíð eru þægindin. Þú vilt geta dansað, og ekki þurfa að fara heim fyrr því þér er svo illt í fótunum. Með þessu dressi líturðu vel út og getur dansað alla nóttina. Stelum stílnum frá tískufyrirmyndinni Bella Hadid. Íþróttagallar eru nú orðnir viðurkenndur hversdagsfatnaður, og eru margir hverjir mjög flottir. Þessi frá Wood Wood fæst í Húrra Reykjavík, og er flottur og þægilegur. Hvíti liturinn er einnig að koma sterkur inn fyrir vorið. Skórnir eru frá Karhu og fást í Akkúrat. Æðislegir litir í þessum skóm, og þægindin eru til staðar. Stórir hring-eyrnalokkar setja svo punktinn yfir i-ið. Þessir fást í Zöru.Hér geturðu unnið tvo miða á Sónar!
Mest lesið Pallíettutíminn er runninn upp Glamour ERDEM X H&M Glamour Emmy 2016: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Gerir nýja útgáfu af Trump derhúfunum Glamour Golden Globes 2016: Eftirpartýin Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour