Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Ritstjórn skrifar 13. mars 2018 18:15 Glamour/Getty Franski hátískufatahönnuðurinn og sniðameistarinn Hubert De Givenchy lést á heimili sínu í Frakklandi síðasta laugardag. Hubert klæddi margar dáðar stjörnur eins og Jacqueline Kennedy Onassis, Grace Kelly og Audrey Hepburn. Samband hans við Audrey Hepburn varð mjög eftirminnilegt, og hannaði hann litla svarta kjólinn sem hún klæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany's. Hubert lagði mikla áherslu á samband sitt við konuna sem hann hannaði fyrir, og gerði heilu fatalínurnar með sérstaka konu í huga. Fyrsta tískusýningin hans sló svo sannarlega í gegn, en það var árið 1952 þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Stuttu eftir það vakti hann athygli Audrey Hepburn, og krafðist hún þess að hann myndi hanna fatnað fyrir allar sínar kvikmyndir, og þar með var hennar ímynd mótuð. Hubert seldi fyrirtæki sitt til LVMH árið 1988 en hélt áfram að starfa þar til hann fór á eftirlaun. Nokkrum klukkustundum eftir að hann sýndi síðustu hátískulínu sína árið 1955 tilkynnti samsteypan að John Galliano myndi taka við Givenchy. John starfaði þar í ár áður en Alexander McQueen tók við. Hér fyrir neðan er lítið samansafn af myndum í gegnum tíðina. Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany's, en svarta kjólinn hannaði Hubert de Givenchy.Í Vogue árið 1969.Audrey Hepburn og Hubert de Givenchy, í kringum 1980.Frá tímariti af nýrri vetrarlínu frá Givenchy, þann 14. nóvember árið 1955.Á vinnustofu sinni árið 1955.Frá sýningu á verkum Hubert de Givenchy, í Frakklandi árið 2017.Frá sýningu á verkum Hubert de Givenchy í Frakklandi árið 2017. Mest lesið Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Kjólinn innblásinn af stríðsdrottningu Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Bradley Cooper og Irina Shayk orðin foreldrar Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Skemmtilegt partýdress fyrir helgina Glamour
Franski hátískufatahönnuðurinn og sniðameistarinn Hubert De Givenchy lést á heimili sínu í Frakklandi síðasta laugardag. Hubert klæddi margar dáðar stjörnur eins og Jacqueline Kennedy Onassis, Grace Kelly og Audrey Hepburn. Samband hans við Audrey Hepburn varð mjög eftirminnilegt, og hannaði hann litla svarta kjólinn sem hún klæddist í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany's. Hubert lagði mikla áherslu á samband sitt við konuna sem hann hannaði fyrir, og gerði heilu fatalínurnar með sérstaka konu í huga. Fyrsta tískusýningin hans sló svo sannarlega í gegn, en það var árið 1952 þegar hann var aðeins 24 ára gamall. Stuttu eftir það vakti hann athygli Audrey Hepburn, og krafðist hún þess að hann myndi hanna fatnað fyrir allar sínar kvikmyndir, og þar með var hennar ímynd mótuð. Hubert seldi fyrirtæki sitt til LVMH árið 1988 en hélt áfram að starfa þar til hann fór á eftirlaun. Nokkrum klukkustundum eftir að hann sýndi síðustu hátískulínu sína árið 1955 tilkynnti samsteypan að John Galliano myndi taka við Givenchy. John starfaði þar í ár áður en Alexander McQueen tók við. Hér fyrir neðan er lítið samansafn af myndum í gegnum tíðina. Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany's, en svarta kjólinn hannaði Hubert de Givenchy.Í Vogue árið 1969.Audrey Hepburn og Hubert de Givenchy, í kringum 1980.Frá tímariti af nýrri vetrarlínu frá Givenchy, þann 14. nóvember árið 1955.Á vinnustofu sinni árið 1955.Frá sýningu á verkum Hubert de Givenchy, í Frakklandi árið 2017.Frá sýningu á verkum Hubert de Givenchy í Frakklandi árið 2017.
Mest lesið Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Litríkir gestir á Afropunk Glamour Skilaboð til allra tísku-unnenda! Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour Innblástur frá götum Parísar Glamour Kjólinn innblásinn af stríðsdrottningu Glamour Emmy 2015: Verst klæddar á rauða dreglinum Glamour Bradley Cooper og Irina Shayk orðin foreldrar Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Skemmtilegt partýdress fyrir helgina Glamour