Fyrstu myndirnar úr milljarðamynd Baltasars Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. mars 2018 07:56 Við frumsýningu síðustu stórmyndar Baltasars Kormáks, Everest, árið 2015. VÍSIR/GETTY Fyrstu myndirnar úr næstu stórmynd Baltasars Kormáks, Adrift, hafa litið dagsins ljós. Kvikmyndin, sem ætlað er að rati í kvikmyndahús í sumar, er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land. Aðalleikonan myndarinnar, Shailene Woodley, segir í samtali við USA Today að hún hafi sérstaklega lært að sigla seglskútu fyrir myndina.Sjá einnig: Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“„Að leika konu sem komst í gegnum einhverjar hættulegustu aðstæður sem manneskja getur staðið frammi fyrir, á viljastyrknum einum, heillaði mig mjög mikið,“ er haft eftir Woodley. Hún bætir við að hvert einasta áhættuatriði í myndinni hafi verið tekið upp úti á rúmsjó. „Í alvöru, ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við tökur.“ USA Today ræðir jafnframt við Baltasar sem segir að fáar myndir um sjálfsbjörg skarti konu í aðalhlutverki. Þá telur hann heillandi hvernig myndinni tekst að blanda saman ástarsögu aðalpersónanna við sjálfsbjargarviðleitni konunnar.Myndirnar má nálgast á vef USA Today með því að smella hér. Tengdar fréttir Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Fyrstu myndirnar úr næstu stórmynd Baltasars Kormáks, Adrift, hafa litið dagsins ljós. Kvikmyndin, sem ætlað er að rati í kvikmyndahús í sumar, er byggð á sannsögulegum atburðum. Hún segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í hamaganginum fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land. Aðalleikonan myndarinnar, Shailene Woodley, segir í samtali við USA Today að hún hafi sérstaklega lært að sigla seglskútu fyrir myndina.Sjá einnig: Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“„Að leika konu sem komst í gegnum einhverjar hættulegustu aðstæður sem manneskja getur staðið frammi fyrir, á viljastyrknum einum, heillaði mig mjög mikið,“ er haft eftir Woodley. Hún bætir við að hvert einasta áhættuatriði í myndinni hafi verið tekið upp úti á rúmsjó. „Í alvöru, ég hef aldrei skemmt mér jafn vel við tökur.“ USA Today ræðir jafnframt við Baltasar sem segir að fáar myndir um sjálfsbjörg skarti konu í aðalhlutverki. Þá telur hann heillandi hvernig myndinni tekst að blanda saman ástarsögu aðalpersónanna við sjálfsbjargarviðleitni konunnar.Myndirnar má nálgast á vef USA Today með því að smella hér.
Tengdar fréttir Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45 Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Mikill meðbyr með milljarðamynd Baltasars: „Það er svolítill hiti á þessu“ Baltasar Kormákur undirbýr myndina Adrift með töffara í aðalhlutverki sem er ekki einfalt "bjútí“. 9. febrúar 2017 15:45