Það má segja að Vivenne hafi gengið mjög langt í þetta skiptið, og gjörsamlega tekið hönnunina og eignað sér hana, þegar hún sýndi fatalínuna á tískuvikunni í París í byrjun mars. Stíliseringin var einnig mjög svipuð hjá Rottingdean Bazaar og Vivienne Westwood, þar sem karlmenn gengu niður tískupallinn í bolnum. Stuttu eftir sýninguna kom samt tilkynningin þeirra fram á Instagram, en hana má sjá hér fyrir neðan.
Þó að Vivienne hafi séð að sér og játað mistökin, þá væri gott ef hún myndi vanda sig betur næst.
