Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng
„Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun.
Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.
Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld.
Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.
Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða.
„Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“
Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur.