Daníel Bjarnason maður ársins í íslensku tónlistarlífi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Daníel Bjarnason var atkvæðamikill á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. Vísir/Ernir Tónskáldið Daníel Bjarnasson varð sá fyrsti til að hljóta sérstaka viðurkenningu Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar. Daníel hlaut þessa viðurkenningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld en að auki hlaut Daníel þrenn verðlaun sem hann hafði verið tilnefndur til. Daníel Bjarnason átti afkastamikið ár í fyrra og var framlag hans til tónlistarlífsins ómetanlegt og viðamikið. Hlýtur hann fyrstur tónlistarfólks sérstaka viðurkenningu Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir störf sín á sviði tónlistar þess vegna. Það var forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson sem veitti Daníel verðlaunin en auk þess að hljóta þau vann Daníel verðlaun fyrir plötu ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir plötuna Recurrence þar sem hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrsta ópera hans, Brothers, var valin tónverk ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og að lokum var Undir trénu, tónlist Daníels við samnefnda kvikmynd valin plata ársins í flokki kvikmynda og leikhústónlistar.Hljómsveitin Mammút hlaut þrenn verðlaun.Vísir/ArnþórNýdönsk og Mammút atkvæðamest í poppi og rokki Í flokki popp og rokktónlistar var það fyrst Nýdönsk og svo Mammút sem komu sáu og sigruðu. Nýdönsk hlaut fern verðlaun en Mammút þrenn - og spegluðu sveitirnar hvor aðra á skemmtilegan hátt. Platan Á plánetunni Jörð með Nýdönsk var valin poppplata ársins á meðan fjórða breiðskífa Mammút á ferli sveitarinnar, Kinder Versions, var valin rokkplata ársins. Rokklag ársins - Breath into me með MammútRokklag ársins var valið Breathe into me með Mammút en lag Nýdanskrar, Stundum, var lag ársins í flokki popptónlistar. Daníel Ágúst Haraldsson var kosinn söngvari ársins en Katrína Mogensen var valin söngkona ársins í flokki popp- og rokktónlistar en bæði eru þau í fantaformi með sveitum sínum á breiðskífum síðasta árs. Fjórðu verðlaun Nýdanskrar hlutu þeir Björn Jörundur og Daníel Ágúst þegar þeir voru útnefndir textahöfundar ársins fyrir texta sína á plötunni Á plánetunni Jörð.Popplag ársins - StundumJoey Christ atkvæðamikill í rappinu Plata ársins í Rapp og hip hop var platan Joey með Joey Christ en hann átti einnig lag ársins í flokki rapptónlistar þar sem lagið Joey Cypher stóð uppi sem sigurvegari en lagið flytur Joey Christ ásamt Herra Hnetusmjör, Birnir og Aron Can. Þetta er í annað sinn sem veitt eru verðlaun fyrir rapp og hiphop-tónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum.Joey Cypher er lag ársins í flokki rapptónlistar.Figure frá Vök var valin plata ársins í raftónlist en sveitin var tilnefnd til fimm verðlauna. Raftónlistarlag ársins átti hins vegar Auður, en lag hans I‘d Love var einnig hlutskarpast í netkosningu hjá menningarmiðlinum Albumm.is þar sem kosið var um tónlistarmyndband ársins. Myndbandið við I‘d Love gerðu Auður og Ágúst Elí og þótti það skara fram úr að mati lesenda Albumm.I'd Love var valið tónlistarmyndband ársins.Lagahöfundur ársins í flokki popp, rokk, raf- og rapptónlistar var að þessu sinni hljómsveitin Moses Hightower sem þræðir glæsilega einstigið á milli furðu- og alþýðleika á plötu sinni Fjallaloft. Tónlistin er aðgengileg á sinn einstaka hátt, framreidd af fyrsta flokks tónlistarmönnum sem eru óhræddir við fara sínar eigin leiðir í listsköpun sinni og leita ávallt nýrra leiða í tónsmíðum sínum. JóiPé og Króli komu iðandi ferskir og sprækir inn á tónlistarsenuna á síðasta ári þegar þeir sprengdu vinsældarskalann með B.O.B.A. og heilluðu alla tónlistaraðdáendur upp úr skónum. Árið var þeirra og framkoma þeirra og fas lét engan ósnortinn og því kemur það ekki á óvart að þeir hafi fengið verðlaun sem tónlistarflytjandi ársins 2017.BOBA með JóaPé og Króli var á hvers manns vörum í fyrra.Gloomy Holiday tónlistarviðburður ársins Tónlistarviðburður ársins var af dýrari gerðinni en Íslensku tónlistarverðlaunin hlaut Gloomy Holiday í Hörpu sem var hluti af tónleikahátíð Sigur Rósar, Norður og Niður. Hugmyndin var tiltölulega einföld, að taka þekkt jólalög og setja þau í „Sigur Rósar“-legan búning, hægja á þeim og setja í þunglamalegri útsetningar. Skemmst er frá því að segja að hálf þjóðin fór á hliðina yfir tiltækinu og sitt sýndist hverjum. Tvímælalaust einir umtöluðustu og umdeildustu tónleikar seinni tíma. Margt býr í þokunni, plata Snorra Helgasonar, hlaut tvenn verðlaun. Hún var valin Þjóðlagaplata ársins auk þess sem plötualbúmið þótti það besta að mati dómnefndar en það var Þrándur Þórarinsson sem myndskreytti en uppsetning og umbrot gerði Björn Þór Björnsson. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt fyrir þjóðlagatónlist og það sama gildir um lag ársins í opnum flokki en verðlaunin fengu félagarnir Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla fyrir lagið Hósen Gósen af stórgóðri plötu Egils, Fjall. Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Valgeir Sigurðsson átti plötu ársins í opnum flokki þar sem hann býður hlustandanum upp á afar spennandi ferðalag á sinni nýju sólóplötu, Dissonance sem dómnefnd segir bæði heillandi og sterka i umsögn sinni.Hér má sjá frá Gloomy Holiday tónleikunum í Hörpu.Víkingur Heiðar hlaut tvenn verðlaun Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tvenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hann fékk verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins fyrir tónleika sína í Eldborg með verkum Philip Glass en auk þess var Víkingur valinn tónlistarflytjandi ársins. Söngvarar ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru þau Ólafur Kjartan Sigurðarson og Dísella Lárusdóttir. Ólafur Kjartan var verðlaunaður fyrir skarpa og kraftmikla túlkun á illmenninu Scarpia í Toscu en Dísella fyrir glæsilega einsöngstónleika á Reykholtshátíð þar sem efnisskráin spannaði hin gullnu ár ljóðatónlistar og var sett saman af miklu innsæi.Víkingur Heiðar átti enn eitt glæsilegt árið við slaghörpuna.Hljómsveitin Annes átti plötu ársins, Frost, í flokki djass og blústónlistar en sveitin átti einnig tvær tilnefndar tónsmíðar í flokki tónverka ársins en það kom þó ekki í þeirra hlut að krækja í þau að þessu sinni. Tónverk ársins var valið Pétur og úlfurinn...en hvað varð um úlfinn? eftir Pamela De Sensi og Hauk Gröndal en um er að ræða fræðandi og skemmtilegt verk í flutningi Góa og Stórsveitar Reykjavíkur. Lagahöfundur ársins var valinn Sigurður Flosason fyrir tónlist sína á plötunni Green Moss Black Sand sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Eyþór Gunnarsson hlaut verðlaun sem tónlistarflytjandi ársins í flokki djass og blús en hann hefur verið einn helsti píanó- og hljómborðsleikari íslenskrar hryntónlistar í tæpa fjóra áratugi. Freyjujazz var valinn tónlistarviðburður ársins í flokki djass og blús en tónleikaröðin hóf göngu sína í Listasafni Íslands í byrjun árs 2017 og voru haldnir alls 26 tónleikar á árinu. Markmið Freyjujazz er að gera konur sýnilegri í djassi auk þess að skapa vettvang fyrir djasskonur að koma fram og þannig ýta undir aukið samstarf kynjanna.Björtustu vonirnar Bjartasta vonin í poppi, rokki, rappi og raf var tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 eins og undanfarin ár. Kosning fór fram á vef Rásar 2. Það var hljómsveitin Between Mountains sem hlaut verðlaunin í ár en sveitina skipa tvær sextán og sautján ára stelpur frá Vestfjörðum - þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir. Between Mountains vakti m.a. áhuga Rolling Stone á Iceland Airwaves í haust sem sagði hljómsveitina eina af þeim áhugaverðustu á hátíðinni.Between Mountains sló í gegn á árinu.Bjartasta vonin í flokki djass og blús var valinn af dómnefnd og það er Baldvin Snær Hlynsson píanóleikari sem hlýtur heiðurinn í ár. Baldvin Snær Hlynsson varð tvítugur á árinu og fagnaði því meðal annars með því að gefa út aðra sólóskífu sína sem hann kallar Renewal. Þrátt fyrir ungan aldur er með sanni hægt að segja að Baldvin hefur nánast fullmótaðan stíl, sér í lagi þegar kemur að tónsmíðum. Hann hefur lag á að semja tónlist sem er í senn krefjandi og áferðarfalleg.Lagið Sund milli stríða er á plötunni Renewal.Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist er Barítónsöngvarinn Jóhann Kristinsson. Jóhann Kristinsson steig fram fullþroska listamaður á sínum fyrstu opinberu einsöngstónleikum ásamt píanóleikaranum Ammiels Bushakevitz á liðnu ári þar sem verk Robert Schumann og Gustav Mahler fylltu efnisskrána. Óhætt er að segja að Jóhann hafi heillað áheyrendur upp úr skónum með sinni frábæru rödd og hreint magnaðri túlkun. Frábær frammistaða sem er vísir á enn frekari afrek á tónlistarsviðinu að því er segir í niðurstöðu dómnefndar.Heiðursverðlaun Að þessu sinni var röðin komin að sjálfum Stuðmönnum að hljóta heiðursverðlaun Samtóns en mennta og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir veitti Stuðmönnum verðlaunin en þessi merka hljómsveit sem tók sín fyrstu skref árið 1970 í nýstofnuðum menntaskóla í Hlíðunum sló einnig botninn í útsendingu kvöldsins – lokuðu sýningunni eins og Stuðmönnum er einum lagið með pompi og prakt. Stuðmenn hafa veitt þjóðinni ómælda gleði með grípandi söngvum og textum á löngum ferli. Meðlimir Stuðmanna, fyrr og síðar, hljómsveitar allra landsmanna, eru sannir og verðskuldaðir heiðursverðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna.Hver þekkir ekki Stuðmenn? Hér troða þau upp í Royal Albert Hall um árið. Íslensku tónlistarverðlaunin Menning Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónskáldið Daníel Bjarnasson varð sá fyrsti til að hljóta sérstaka viðurkenningu Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar. Daníel hlaut þessa viðurkenningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld en að auki hlaut Daníel þrenn verðlaun sem hann hafði verið tilnefndur til. Daníel Bjarnason átti afkastamikið ár í fyrra og var framlag hans til tónlistarlífsins ómetanlegt og viðamikið. Hlýtur hann fyrstur tónlistarfólks sérstaka viðurkenningu Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir störf sín á sviði tónlistar þess vegna. Það var forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson sem veitti Daníel verðlaunin en auk þess að hljóta þau vann Daníel verðlaun fyrir plötu ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir plötuna Recurrence þar sem hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrsta ópera hans, Brothers, var valin tónverk ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og að lokum var Undir trénu, tónlist Daníels við samnefnda kvikmynd valin plata ársins í flokki kvikmynda og leikhústónlistar.Hljómsveitin Mammút hlaut þrenn verðlaun.Vísir/ArnþórNýdönsk og Mammút atkvæðamest í poppi og rokki Í flokki popp og rokktónlistar var það fyrst Nýdönsk og svo Mammút sem komu sáu og sigruðu. Nýdönsk hlaut fern verðlaun en Mammút þrenn - og spegluðu sveitirnar hvor aðra á skemmtilegan hátt. Platan Á plánetunni Jörð með Nýdönsk var valin poppplata ársins á meðan fjórða breiðskífa Mammút á ferli sveitarinnar, Kinder Versions, var valin rokkplata ársins. Rokklag ársins - Breath into me með MammútRokklag ársins var valið Breathe into me með Mammút en lag Nýdanskrar, Stundum, var lag ársins í flokki popptónlistar. Daníel Ágúst Haraldsson var kosinn söngvari ársins en Katrína Mogensen var valin söngkona ársins í flokki popp- og rokktónlistar en bæði eru þau í fantaformi með sveitum sínum á breiðskífum síðasta árs. Fjórðu verðlaun Nýdanskrar hlutu þeir Björn Jörundur og Daníel Ágúst þegar þeir voru útnefndir textahöfundar ársins fyrir texta sína á plötunni Á plánetunni Jörð.Popplag ársins - StundumJoey Christ atkvæðamikill í rappinu Plata ársins í Rapp og hip hop var platan Joey með Joey Christ en hann átti einnig lag ársins í flokki rapptónlistar þar sem lagið Joey Cypher stóð uppi sem sigurvegari en lagið flytur Joey Christ ásamt Herra Hnetusmjör, Birnir og Aron Can. Þetta er í annað sinn sem veitt eru verðlaun fyrir rapp og hiphop-tónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum.Joey Cypher er lag ársins í flokki rapptónlistar.Figure frá Vök var valin plata ársins í raftónlist en sveitin var tilnefnd til fimm verðlauna. Raftónlistarlag ársins átti hins vegar Auður, en lag hans I‘d Love var einnig hlutskarpast í netkosningu hjá menningarmiðlinum Albumm.is þar sem kosið var um tónlistarmyndband ársins. Myndbandið við I‘d Love gerðu Auður og Ágúst Elí og þótti það skara fram úr að mati lesenda Albumm.I'd Love var valið tónlistarmyndband ársins.Lagahöfundur ársins í flokki popp, rokk, raf- og rapptónlistar var að þessu sinni hljómsveitin Moses Hightower sem þræðir glæsilega einstigið á milli furðu- og alþýðleika á plötu sinni Fjallaloft. Tónlistin er aðgengileg á sinn einstaka hátt, framreidd af fyrsta flokks tónlistarmönnum sem eru óhræddir við fara sínar eigin leiðir í listsköpun sinni og leita ávallt nýrra leiða í tónsmíðum sínum. JóiPé og Króli komu iðandi ferskir og sprækir inn á tónlistarsenuna á síðasta ári þegar þeir sprengdu vinsældarskalann með B.O.B.A. og heilluðu alla tónlistaraðdáendur upp úr skónum. Árið var þeirra og framkoma þeirra og fas lét engan ósnortinn og því kemur það ekki á óvart að þeir hafi fengið verðlaun sem tónlistarflytjandi ársins 2017.BOBA með JóaPé og Króli var á hvers manns vörum í fyrra.Gloomy Holiday tónlistarviðburður ársins Tónlistarviðburður ársins var af dýrari gerðinni en Íslensku tónlistarverðlaunin hlaut Gloomy Holiday í Hörpu sem var hluti af tónleikahátíð Sigur Rósar, Norður og Niður. Hugmyndin var tiltölulega einföld, að taka þekkt jólalög og setja þau í „Sigur Rósar“-legan búning, hægja á þeim og setja í þunglamalegri útsetningar. Skemmst er frá því að segja að hálf þjóðin fór á hliðina yfir tiltækinu og sitt sýndist hverjum. Tvímælalaust einir umtöluðustu og umdeildustu tónleikar seinni tíma. Margt býr í þokunni, plata Snorra Helgasonar, hlaut tvenn verðlaun. Hún var valin Þjóðlagaplata ársins auk þess sem plötualbúmið þótti það besta að mati dómnefndar en það var Þrándur Þórarinsson sem myndskreytti en uppsetning og umbrot gerði Björn Þór Björnsson. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaun eru veitt fyrir þjóðlagatónlist og það sama gildir um lag ársins í opnum flokki en verðlaunin fengu félagarnir Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla fyrir lagið Hósen Gósen af stórgóðri plötu Egils, Fjall. Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Valgeir Sigurðsson átti plötu ársins í opnum flokki þar sem hann býður hlustandanum upp á afar spennandi ferðalag á sinni nýju sólóplötu, Dissonance sem dómnefnd segir bæði heillandi og sterka i umsögn sinni.Hér má sjá frá Gloomy Holiday tónleikunum í Hörpu.Víkingur Heiðar hlaut tvenn verðlaun Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tvenn verðlaun í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hann fékk verðlaun fyrir tónlistarviðburð ársins fyrir tónleika sína í Eldborg með verkum Philip Glass en auk þess var Víkingur valinn tónlistarflytjandi ársins. Söngvarar ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar voru þau Ólafur Kjartan Sigurðarson og Dísella Lárusdóttir. Ólafur Kjartan var verðlaunaður fyrir skarpa og kraftmikla túlkun á illmenninu Scarpia í Toscu en Dísella fyrir glæsilega einsöngstónleika á Reykholtshátíð þar sem efnisskráin spannaði hin gullnu ár ljóðatónlistar og var sett saman af miklu innsæi.Víkingur Heiðar átti enn eitt glæsilegt árið við slaghörpuna.Hljómsveitin Annes átti plötu ársins, Frost, í flokki djass og blústónlistar en sveitin átti einnig tvær tilnefndar tónsmíðar í flokki tónverka ársins en það kom þó ekki í þeirra hlut að krækja í þau að þessu sinni. Tónverk ársins var valið Pétur og úlfurinn...en hvað varð um úlfinn? eftir Pamela De Sensi og Hauk Gröndal en um er að ræða fræðandi og skemmtilegt verk í flutningi Góa og Stórsveitar Reykjavíkur. Lagahöfundur ársins var valinn Sigurður Flosason fyrir tónlist sína á plötunni Green Moss Black Sand sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Eyþór Gunnarsson hlaut verðlaun sem tónlistarflytjandi ársins í flokki djass og blús en hann hefur verið einn helsti píanó- og hljómborðsleikari íslenskrar hryntónlistar í tæpa fjóra áratugi. Freyjujazz var valinn tónlistarviðburður ársins í flokki djass og blús en tónleikaröðin hóf göngu sína í Listasafni Íslands í byrjun árs 2017 og voru haldnir alls 26 tónleikar á árinu. Markmið Freyjujazz er að gera konur sýnilegri í djassi auk þess að skapa vettvang fyrir djasskonur að koma fram og þannig ýta undir aukið samstarf kynjanna.Björtustu vonirnar Bjartasta vonin í poppi, rokki, rappi og raf var tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 eins og undanfarin ár. Kosning fór fram á vef Rásar 2. Það var hljómsveitin Between Mountains sem hlaut verðlaunin í ár en sveitina skipa tvær sextán og sautján ára stelpur frá Vestfjörðum - þær Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir. Between Mountains vakti m.a. áhuga Rolling Stone á Iceland Airwaves í haust sem sagði hljómsveitina eina af þeim áhugaverðustu á hátíðinni.Between Mountains sló í gegn á árinu.Bjartasta vonin í flokki djass og blús var valinn af dómnefnd og það er Baldvin Snær Hlynsson píanóleikari sem hlýtur heiðurinn í ár. Baldvin Snær Hlynsson varð tvítugur á árinu og fagnaði því meðal annars með því að gefa út aðra sólóskífu sína sem hann kallar Renewal. Þrátt fyrir ungan aldur er með sanni hægt að segja að Baldvin hefur nánast fullmótaðan stíl, sér í lagi þegar kemur að tónsmíðum. Hann hefur lag á að semja tónlist sem er í senn krefjandi og áferðarfalleg.Lagið Sund milli stríða er á plötunni Renewal.Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist er Barítónsöngvarinn Jóhann Kristinsson. Jóhann Kristinsson steig fram fullþroska listamaður á sínum fyrstu opinberu einsöngstónleikum ásamt píanóleikaranum Ammiels Bushakevitz á liðnu ári þar sem verk Robert Schumann og Gustav Mahler fylltu efnisskrána. Óhætt er að segja að Jóhann hafi heillað áheyrendur upp úr skónum með sinni frábæru rödd og hreint magnaðri túlkun. Frábær frammistaða sem er vísir á enn frekari afrek á tónlistarsviðinu að því er segir í niðurstöðu dómnefndar.Heiðursverðlaun Að þessu sinni var röðin komin að sjálfum Stuðmönnum að hljóta heiðursverðlaun Samtóns en mennta og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir veitti Stuðmönnum verðlaunin en þessi merka hljómsveit sem tók sín fyrstu skref árið 1970 í nýstofnuðum menntaskóla í Hlíðunum sló einnig botninn í útsendingu kvöldsins – lokuðu sýningunni eins og Stuðmönnum er einum lagið með pompi og prakt. Stuðmenn hafa veitt þjóðinni ómælda gleði með grípandi söngvum og textum á löngum ferli. Meðlimir Stuðmanna, fyrr og síðar, hljómsveitar allra landsmanna, eru sannir og verðskuldaðir heiðursverðlaunahafar Íslensku tónlistarverðlaunanna.Hver þekkir ekki Stuðmenn? Hér troða þau upp í Royal Albert Hall um árið.
Íslensku tónlistarverðlaunin Menning Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira