Byrjaði 13 ára að spara og keypti sína fyrstu íbúð á Bárugötunni 18 ára Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2018 09:30 Aron Már tók íbúðina í nefið. Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins. Hús og heimili Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Aron Már Atlason byrjaði ungur að spara og keypti sína fyrstu íbúð aðeins 18 ára gamall. Hann á fallega eign á Bárugötunni. „Ég tók íbúðina alveg í gegn og er ótrúlega stoltur af þessu,“ segir Aron Már í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég byrjaði þrettán ára að spara með pabba sem er rosalega mikil fyrirmynd mín í þessu og hefur sjálfur verið mikið í fasteignabraski. Ég ákvað að safna mér og ætlaði mér að kaupa íbúð þegar ég væri orðinn átján ára. Ég vann bara með grunnskóla og framhaldsskóla og lagði bara allt til hliðar.“ Aron segir að hann hafi í raun ekki eytt krónu í neitt sem ungur maður. „Þetta er auðvitað svolítið ýkt og kannski ekki fyrir hvern sem er að gera en ég lét bara verða að þessu. Þetta var bara draumurinn minn og ég get staðið í honum í dag. Fyrsta vinnan mín var í bakaríi í Grafarholtinu og síðan fór ég að vinna í túristabúð við Seljalandsfoss. Þegar ég hafði tíma til að vinna, þá bara vann ég.“Aron lagði gríðarlega mikla vinnu á sig.Hann segist hafa lesið mikið sem barn og fljótlega komist að því að fasteignamarkaðurinn sé einn af þeim stöðugustu. „Þetta er einn af þeim markaði sem á mjög erfitt með að hrynja, allavega af minni vitund. Líka þegar þú ert kominn svona nálægt miðbænum, þá ertu að setja pening þinn í öryggi. Ég byrjaði bara fyrst að rífa niður einn lista og áður en ég vissi af var bara allt orðið fokhelt, og ég kominn töluvert fram úr sjálfum mér.“ Aron segist hafa fengið gríðarlega mikla aðstoð frá fjölskyldu sinni og margir iðnaðarmenn eru í kringum hann. „Það halda eflaust margir að ég hafi fengið þetta allt frá foreldrum mínum og eigi í raun ekkert í þessu, en ég sjálfur veit hvað ég setti mikið í þetta og er gríðarlega stoltur af þessu.“ Íbúðin er einstaklega falleg og á besta stað í bænum. Hér að neðan má sjá eign Arons frá því í þætti gærkvöldsins.
Hús og heimili Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira